Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 75

Réttur - 01.12.1916, Page 75
189 - En Henry George barðist eigi sérstaklega fyrir neinni vissri stétt manna, heldur jöfnum réttindum allra — að frelsi og náttúruréttur ynni bug á kúgun og svartsýni. Hann vill ekkert gefa út um það, hverju menn skuli trúa, er frémur leiðsögumaður, sem bendir á það, er fyrir augun ber, ef litið er umhverfis í heiminum og niður í kjölinn. — Varar menn við að viðurkenna í blindni kenn- ingar, sem hafa náð hylli eða kunnað að gilda um eitt skeið, hvort sem þær snerta vísindi, trúarefni eða þjóð- megunarmál, heldur að menn glæði sína eigin hugsun á að leita sjálfir uppi gullkornin í stefnunum. Það er einmitt í samræmi við þetta, og af sömu hvötum runnið, að nú á síðari árum hafa komið fram háværar radd- ir og kröfur um skoðana- og sannfæringarfrelsi í andlegum efnum hér á landi. T. d. í guðspekis stúkum í Reykjavík og Akureyri, og í trúar- og kirkjumálum, einkum í Suður- Þingeyjarsýslu. Par er eg kunnugastur skoðunum manna, er álíta það jafnóheilbrigt að einstaklinguiinn geti eigi sjálf- ur bygt sér skoðanagrundvöll í andlegum efnum, verði því að láta vísindamenn og trúarbragðatúlka hugsa alt fyrir sig og trúa svo í blindni — eins og að slá því fram, að mað- ur sé þegar búinn að öðlast fulla þekkingu. Samkvæmt landslögum eiga skoðana- og trúfrelsi að ríkja hér og hafa fullkomið friðland. Rrátt fyrir það er hér starf- rækt og viðhaldið stofnun (lúterskri. þjóðkirkju) á kostnað allrar þjóðarinnar. — Löghelgaðri stofnun, sem lætur það líðast um efni í andlegum málum, sem ölium er heimil til ransókna og frjálsra umræðna, að gasprarar og 17. aldar bókstafsþrælar í andlegum efnum, geti með stóryrðum og valdmannslátum sagt frjálshyggjandi og sjálfransakandi mönnum að skríða í felur með skoðanir sínar og tala að- eins í hálfum hljóðum. Ressar aðferðir eru nú óðum að tíðkast gegn vorum sjálfstæðustu leiðtogum og gáfumönn- um á sviði andlegra mála. Og þessa stofnun, er þannig er notuð sem keyri á skoðanafrelsi vorra beztu manna, heimta lögin að þjóðin öll styðji. Rað virðist stöðugt skýrast betur og betur, að skilnaður

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.