Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 76

Réttur - 01.12.1916, Side 76
- 190 - ríkis og kirkju er fyllilega tímabært mál; það er gagnstætt almennum mannréttindakröfum og íslenzkri stjórnarskrá, að binda þá menn kirkjunni, sem eru móthverfir kenninga- máta hennar. Hitt er langeðlilegast, að gjaldskylda menn eigi til annars kirkjufélags en þess, sem þeir vilja styðja. Eða, í öðru lagi, að löggjöfin skipaði svo fyrir, að nokkr- um hluta af því fé, sem þjóðfélagið geldur til kirkjunnar og í prestlaunasjóð, væri varið til þess að veita nýjum menningarstraumum inn í Iandið, snefil af því, sem bætist árlega í alheimsbúið í bókmentum og vísindum. Væri það ekki fullkomnari og geðfeldari rúðurröðun? Að þessu mætti vinna með ýmsu móti. í fyrsta lagi þannig: Að vel hæfir og mentaðir menn væri fengnir til þess að ferðast um fandið, milli safnaða, og halda fyrirlestra, t. d. eftir tillögum og vali háskólaráðs ís- lands. Gæti það eigi orðið fulikomlega eins mentandi og göfgandi fyrir söfnuðina, að fá 2 — 4 fyrirlestra á ári, t. d. frá prófessorum háskólans í sumarleyfi þeirra eða heim- spekingum Hannesarsjóðsins — eins og að fá 2 — 4 messu- gerðir á ári, frá misjöfnum prestum, og þó fleiri væri? í öðru lagi mætti verja nokkru af fénu til aukinna bóka- kaupa í sveitunum, í lestrarfélög þar, eftir vali og bending- um fyrirlesaranna. Þær mundu fjölga ánægjustundum al- mennings mikið fremur en messuferðir víða. í þriðja lagi má nefna: Að gefið væri út alþýðlegt al- fræðistímarit, kostað af þessu fé, og opið fyrir öllum skoð- unum og stefnum, sem fram koma í andlegum efnum. Væri því stjórnað af ritfærustu mönnum þjóðarinnar í sam- vinnu við háskóla íslands, á svipaðan hátt og eitt sinn var stungið upp á í ritgerð í »Eimreiðinni« (1900) eftir Guð- mund Friðjónsson. — En til þess að koma á fót einhverju af því, sem hér er stungið upp á, án þess að auka útgjöldin, yrði, ef til vill, að fækka prestum frá því, sem nú er, að minsta kosti svo að þeir yrðu eigi fleiri en héraðslæknar á öllu landinu, þannig, að þeir gæti þó vel framkvæmt þau prests-verk, sem þeir væri beðnir að gera.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.