Réttur - 01.12.1916, Side 78
192
til þess að vísa öðrum leiðina fram hjá slysunum og feigð-
inni. Pjóðin má ekki spara of mjög fé til þess að opna
þessum mönnum leið um landið, hvort heldur er í gegn-
um bækur og tímarit eða þá að þeir ferðast sjálfir um, með
lifandi orð á vörunum. Á léið sinni skilja þeir eftir logann
í sporunum og fróðleiksþorstann í sálum manna.
* *
*
Eg hefi reynt að benda á örfáa vita, sem mér fanst að
mundu hafa, að sínu leyti, svipað gildi fyrir mannkynið og
sólin fyrir náttúruna. Allir hafa þeir það sameiginlegt, að
bjóða ný Ijós og hugsjónir, hver á sínum tíma, sem ekki
notast til fulls eða sameinast sálareldi og skilningi hvers
einstaklings fyrri en þeir eru sjálfir löngu liðnir.
— Mest er um vert, að reyna að sníða skoðanir sínar
og tillögur um málefni í samræmi við þær stefnur, sem
teljast réttlátar af riýjustu ransóknum og helztu leiðtogum
hins mentaða heims. Sú aðferð fær menn sjálfa til að leita,
hugsa og álykta. Mætti þá svo fara, að þeir fyndi neista í
sjálfum sér, sem gæti orðið til að benda þeim eða öðrum
í höfn sannleikans — og vilja til þess að vinna lífsþrótt úr
mannshjartanu.
A S.