Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 80

Réttur - 01.12.1916, Side 80
104 - fanginn saknar byggðarinnar, þar sem hann braut af sér manna hylli. Lífið er ávinningur öllum lifandi verum, sem lífsþrótt hafa. Einangrunin líkist dauða, og alltaf sækja mennirnir út í lífið og ófriðinn. Jafnvel ófriðurinn er lífvæn- legri, þroskavænlegri, en kyrstaða og einangrun. Án vaxandi félagsskapar er öll framför því nær ómöguleg, og félagsskapur lærist ekki í einangrun. Að líkindum hefðum við kunnað hann betur, hefði ekki strjálbýlið sundrað okkur. Stærsta menningarmál mannkynsins er hið mikla »brúamál«: að brúa lönd við lönd og hönd við hönd, brúa jökulár á landi og í lundu, brúa »,Frónið‘ við betri lönd og brúa allt yfir að lífsins strönd«. Einn ljósasti vottur þess, að mannkynið er að verða líf- ræn heild, er alheims-póstsambandið, svo kallaða. Allar sið- aðar þjóðir hafa nú sín á milli póstmálasamband undir sam- eiginlegri stjórn, og stjórn póstmála er tiltölulega góð, það sem hún nær. Þess vegna getum við komist í menningar- samband við menn í öllum heimsálfum. Pess vegna geta flestir siðaðir menn skipt bréfum og blöðum, bókum og hugmyndum við umheiminn, að minsta kosti einu sinni á viku —nema við íslendingar, — þó hafa Sunnlendingar póst- göngur frá Reykjavík austur einu sinni á viku á sumrin. Og hversvegna höfum við íslendingar strjálli póstgöngur en aðrar þjóðir? Er minni þörf á sambandi hér en annarsstaðar? Eg hygg fremur hið gagnstæða. Una menn betur einangr- uninni hér en annarsstaðar? Sagt er, að iilu megi venjast, en lítum nú á. Hér er almenn umkvörtun um þrengsli og tugum saman sækja menn um hvert kot, sem losnar, þar sem menn vilja búa, á annað borð, og verð jarðanna stígur þar úr öllu hófi. Á afskektum stöðum fást góðar jarðir fyrir gjafverð, en fáir vilja eiga og enginn byggja. ^Það er svo út úr skotið.« »Pangað kemur enginn.« ^Par deyja allir úr leiðindum.« Strauminn úr sveitunum til kaupstaða þekkjuin við. Ekki held eg því fram, að sá straumur sé fólkinu hollur. Við þurfum að leitast við að nema burtu orsakir hans, án þess að innleiða í sveitirnar galla kaupstaðalífsins. Sjálfsagt eru póstgöngur tiltölulega dýrar hér á landi, vegna strjál-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.