Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 83

Réttur - 01.12.1916, Side 83
197 - þetta fyrirkomulag ber á sér ótvíræð einkenni samtakaleys- is og andlegs amlóðaskapar. Pað er seinfært og rándýrt, og kemur ekki að hálfum notum, samanborið við fullkomið vikulegt samband. Það er ekki ætlun mín að rita um strandferðirnar að þessu sinni. En eg ætla að gera tilraun til að lýsa land- ferðunum, eins og eg álít, að þær ættu að vera í flestum héruðum landsins og í hverri sveit. Landinu sé skipt i pósthéruð. Geta takmörk þeirra víða fallið saman við sýslutakmörkin. Hverju pósthéraði sé apt- ur skipt í deildir, er víðast verða miðaðar við sveitatak- mörkin, án þess þó að binda sig við þá reglu, ef annað þykir betur henta á stöku stöðum. Einn ákveðinn dag í viku hverri gengur póstur frá næstu höfn að ákveðinni póststöð nálægt miðju héraðsins, flytur bréf og sendingar, sem komið hafa frá öðrum héruðum og öðrum löndum, og er kominn til stöðvar á ákveðnum tíma, t. d. kl. 12 á hádegi. Sé leið löng eða seinfarin, verður hann sjálfsagt að fara af stað daginn áður. Um sama leyti og hafnarpóstur, koma einnig til miðstöðvar póstar frá deildum héraðsins, einn úr hverri. Peir koma með bréf og sendingar til ann- ara deilda, annara héraða og annara landa. Póstafgreiðslu- maður tekur við öllu þessu og les sundur með aðstoð góðra manna, t. d. póstanna. Pósturinn, sem frá höfninni kom, fer nú þangað aptur með bréf þau og sendingar, sem út úr héraði eiga að fara, en sveitapóstarnir fara hver heim í sína deild, með póstflutning þangað, og afhendir það á ákveðnum bréfhirðingarstað, nálægt miðju sveitarinnar, eða þar sem hentugast þykir; þangað koma svo innansveitar- póstar, svo margir sem þarf, og dreifa þaðan bréfum og sendingum inn á hvert einasta heimili. Með þessu er að vísu gert ráð fyrir, að sendandi sjái um bréf og sendingar til bréfhirðingarstaðar, nema hann vilji senda það með innansveitarpósti, og láta það bíða í viku á bréfhirðingarstað, en þar sem ekki er mjög langt til mið- stöðvar, geta innansveitarpóstar smalað bréfum og send- ingum að morgni, og komið þeim til bréfhirðingarstaðar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.