Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 84

Réttur - 01.12.1916, Side 84
198 áður en póstur fer til miðstöðvar, beðið svo, þar til hann kemur aptur. Petta verður hægra, þegar vegir og flutninga- tæki batna. Miðstöð getur um leið verið bréfhirðingarstað" ur fyrir sína deild. Sveit getur verið þannig löguð, að hent- ugra þyki að skipta henni í tvær deildir. Deildarpóstur gæti verið innansveitarpóstur að nokkru leyti, sami maður flutt póst í fleiri en eina deild, hafnarpóstur verið deildarpóstur um leið í eina eða fleiri sveitir. Sumstaðar gæti hafnarstað- ur verið sjálfkjörin miðstöð í héraðinu. Á öðrum stöðum hagar þannig til, að smábátar ganga inn á hafnir í hverri sveit, og þarf þá á landi aðeins innansveitarpósta o. s. frv. Ekki er heldur sjálfsagt, að syslutakmörk og pósthéraða falli saman. Með öðrum orðum: Eg hefi sett hérframland- póstferðahugmyndina í aðal-dráttunum, en staðhættir gera ýmsar breytingar nauðsýnlegar eða hagkvæmar. Pað verða menn að finna í hverju héraði og hverri sveit, og haga sér eptir því, að því leyti, sem það kemur ekki í bág við hin almennu not sdmbandsins. Með þessu væri það unnið: 1. Að samband almennings hér við önnur lönd yrði langt um greiðara, þar eð alltaf væri hægt að koma bréfum og sendingum til hafnarstaðar í hverri viku. 2. Að auðvelt yrði að koma bréfum og öðrum póstflutn- ingi til íjarlægustu héraða hér á landi á hálfum mán- uði. 3. Að hverjum manni í héraðinu er gefinn kostur á að komast í samband við hvern annan, sem hann vill, inn- an héraðs, einu sinni í viku, og fá svar að viku lið- inni. F*að væri nærri sama sem innan héraðs talsímakerfi, er næði heim á hvern einasta bæ, og þó að sumu leyti betra, því ekki flytur sími bréf og sendingar. í kaupstöðum er talsímakerfið mjög mikið notað, og mönnum mundi finn- ast þeir ekki geta án þess verið, ef þeir ættu að missa það. í Reykjavík er auk þess innanbæjarpóstur töluvert notaður. í sveitum er lengra milli heimila og óhægra um heimsóknir, og póstsambandsþörfin því meiri. Innanhéraðs-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.