Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 92

Réttur - 01.12.1916, Side 92
- 206 - Allir karlar, allar konur og öll börn í Winnipeg hafa hjálpað til að auka verðmæti landsins, sem borgin stendur á. Eignast þau þá ekki öll hluta af því verðmæti, sem þau hafa hjálpað til að framleiða? O nei. Pað mun (samkvæmt landslögunum) renna í vasa þeirra fáu manna, sem landið eiga og sumir þeirra eiga ekki heima hér í landi. Verðmæti landsins stafar eingöngu af þroska þjóðfélags- ins og þessvegna á þjóðfélagið að nota það til almennra þarfa. Ef við hefðum gjört þetta í Winnipeg, þá hefðum við haft nóg fé til hinna almennu nauðsynja fyrirtækja, án þess að hleypa okkur í skuldir. Verðmæti landsins að umbótum frádregnum hefir aukist um 37 miljónir kr. árlega s.l. 10 ár. Hver skapaði það verðmæti ? Hver fékk það? Mikilvægustu atriði þjóðfélagsskipulagsins eru innifalin í þessum spurningum. Miljónamæringurinn Carnegie segir, að 90 af hverjum 100 miljónerum hafi grætt auð sinn á verðhækkun lands. Við höfum eignast nokkra miljónera hér í Winnipeg síð- asta áratuginn, en okkur hefir líka skort baðhús, skóla, sjúkrahús, sæmileg sorpræsi o. fl., af því að okkur hefir skort peninga. En þeir góðu menn, sem stungið hafa í sína vasa verð- mæti því, sem við allir höfum framleitt, hafa nóga peninga. En svo eg láti þá njóta sannmælis, þá verð eg að segja það, að þeir hafa lánað okkur dálítið fé með gangvöxtum. Pegar við verðum vitrir, þá munum við láta þjóðfélagið fá tekjur af því verðmæti, sem það hefir skapað. Þetta get- um við gjört með því að afnema alla þá skatta, sem hvíla á vinnunni og framleiðslunni, en fá peninga til almennu útgjaldanna með því að leggja skatt á verðmæti jarðarinnar. Winnipeg Tribune 27. maí 1911.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.