Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 17
RÉTTUR
21
ins, sem meiri hluta hans lízt. Þar mundi t. d. hægt að gerbreyta
kjördæmaskipun landsins og yfirleitt gera allar aðrar hugsanlegar
hreytingar á stjórnskipuninni. Ef þessi háttur var á hafður, var því
ljóst, að skilnaðinum við Danmörku og lýðveldisstofnun mundi
blandað saman við harðvítug deilumál með ]>jóðiirni í stað þess
að hefja þessi alþjóðarmál ofar öllum dægurdeilum manna.
Hér við bættist, að ákaflega erfitt hlaut að verða að koma sér
saman um kosningalögin lil þjóðfundar, svo sem kjördæmadeil-
urnar 1931 til 1933 og 1942 hera Ijósast vilni um, og mundi þó
þeim mun harðara hafa verið deilt um kosningalögin til þjóðfund-
ar, sem vald hans er óskoraðra en Alþingis.
Sumarið 1942 varð því að samkomulagi að liverfa frá þjóðfund-
arhugmyndinni í sambandi við stofnun lýðveldis.
í þess stað samþykkti Alþingi sumarið 1942 einum rómi svofellda
stj órnarskrárbrey tingu:
„Aftan við 3. málsgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar bætist ný máls-
grein, svohljóðandi:
Þegar Alþingi samþykkir þá breytingu á stjórnskipulagi Islands,
sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, hefur sú samþykkt
eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosninga-
hærra manna í landinu hefur með leynilegri atkvæðagreiðslu sam-
þykkt hana. Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðr-
ar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sam-
bandsslitum við Danmörku og því, að Islendingar taka með stofn-
un lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum
ríkisins“.
Þetta stjórnarskrárfrumvarp lá fyrir við kosningarnar hauslið
1942 og var þá gerð grein fyrir því og eðli þess um land allt. Al-
])ingi það, sem saman kom að loknum kosningum, samþykkti frv.
einnig í einu hljóði og hlaul það síðan staðfestingu ríkisstjóra 15.
des. 1942 og er því nú hluti af stjórnarskrá íslenzka ríkisins. Þann-
ig var mörkuð leiðin, sem fara skyldi við lýðveldisstofmmina, og
tók þetta allt ærinn tíma og mikið starf eins og kunnugt er.
Þessi leið þótti í senn hagkvæm og hin virðulegasta sem unnt var
að velja. Með henni var tryggt, að inn í sjálfstæðismálið yrði eigi