Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 54
58
R É T T U R
fyrsti vísir að félagsskap í þorpum. Þeim hefur tekizt tilbúningur
allskonar hluta, sér til hæginda. Vér rekumst á ílát og keröld úr
tré, frumstæðan handvefnað, með bast í vafi, körfur riðnar úr
basti og tágum og steináhöld fægð á nýsteinaldarvísu. Oft voru
eintrjáningar holaðir innan — þegar notkun elds og steinaxar fór að
tíðkast — og plankar og bitar stundum höggnir til húsagerðar. All-
ar þessar framfarir finnast t. d. í norðvestanverðri Ameríku, á með-
al Indíána, sem þekkja ör og boga, en ekkert til leirkeragerðar.
II. HÁLFSIÐUN
FRUMSKEIÐ Það hefst með leirkerasmíði. En hún er alstaðar
þannig tilkomin, eins og oft er hægt að sýna fram á og víst má
teljast, að leir hefur verið klesst utan á tágakörfur og tréílát, til
að gera þau eldtraust. Þar af urðu menn þess svo brátt áskynja,
að hinn mótaði leir gat einnig komið að gagni, án innra íláts.
Fram til þessa höfum við getað athugað framvindu þróunarinn-
ar almennt, þannig að það, sem sagt hefur verið, átti við allar þjóðir
á vissu tímabili, án tillits til staðhátta. En þegar hálfsiðun hefst,
fara hin ólíku náttúruskilyrði heimshlutanna beggja, að láta til sín
taka. Aðaleinkenni þessa tímabils er tamning húsdýra og kvikfjár-
rækt, ásamt jarðyrkju. Nú voru í austurhluta heimsins — gamla
heiminum svonefnda — hartnær öll tamningarhæf dýr, og allar
korntegundir, að einni undanskilinni. í vesturhlutanum — Ameríku
— var lamadýrið eitt hæft til tamningar, en það hafðist við á einu
svæði í suðurhluta síðaslnefndrar álfu. Þar fyrirfannst aðeins ein
korntegund, en líka sú hin bezta, en það var maís. Vegna þessara
ólíku náltúruskilyrða skilur nú á milli þessara tveggja heimshluta og
verður þróun þeirra hvors um sig með ólíkum og sérstökum liætti.
MIÐSKEIÐ Það hefst austanhafs með tamningu húsdýra, en
vestanhaft ineð áveituræktun nytjajurta og notkun sólhertra tígul-
steina og grjóts í byggingar.
Vér byrjum vestanhafs, vegna þeris að þróunarskeið þetta var
enn órofið þegar Evrópumenn komu þangað í landvinningaskyni.