Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 77
R É T T U R
81
skyldi stjórna hverju fyrirtæki. Þessari meginreglu hafði að vísu
verið fylgt um skeið í orði kveðnu, en í reynd hafði þessa ekki
alltaf verið gætt. Við annað tækifæri sagði Stalín: „Verkamenn
kvarta sí og æ yfir því, að það sé enginn húsbóndi í verksmiðjunni,
ekkert skipulag. Vér getum ekki lengur þolað, að verksmiðjum
vorum sé breytt úr framleiðslustöðvum í umræðufélög.“
„Stighækkandi ákvæðislaun" er mjög algengt form ákvæðis-
launa; og í mörgum iðngreinum er ákvæðisverkamönnum greitt
að þessum hætti.1 í slíku greiðslukerfi hækka launin hlutfallslega
meir þegar farið hefur verið fram úr ákveðnum framleiðslumæli-
kvarða. Við skulum taka til dæmis, að ákveðinn sé venjulegur fram-
leiðslumælikvarði í ýmsum störfum (framleiðslumagnið miðað við
ákveðna vinnustund): Þetta framleiðslumagn er ákvarðað á ráð-
stefnu verksmiðjunefndar verkalýðsfélagsins og verksmiðjustjórn-
arinnar (hin tekníska áætlun framleiðslumagnsins er gerð af sér-
fræðingi í þeim efnum). Þegar hinn venjulegi framleiðslumæli-
kvarði hefur verið ákveðinn er hann orðinn þungamiðja allra á-
ætlana ársins eða ársfjórðungsins. 011 framleiðsla, sem verður
meiri hinum ákveðna framleiðslumælikvarða, er greidd 50% hærra
en grunnlaun ákvæðisvinnunnar. I sumum tilfellum er 10% fram-
leiðsluaukning urnfram hið ákveðna framleiðslumagn greidd 50%
hærra, 20% framleiðsluaukning tvöfalt hærra, o. s. frv. Verkamenn
sem ekki ná lágmarkinu, fá greidd lágmarkslaun og ekki meira;
en ef seinvirkni þeirra stafar af ástæðum, sem þeir fá ekki ráðið
sjálfir við, eru þeim tryggð lágmarkslaun, sem nema tveim þriðju
framleiðslumagni.2 Það er auðsætt, að tilætlunin með þessu er að
örva sérstakleg^ þann framleiðsluauka, sem fer fram úr því fram-
leiðslumagni, sem áður var algengt, og það því meir sem aukningin
fer Iengra fram úr hinum venjulega mælikvarða. Þannig varð
1 Arið 1937 voru t. d. 75% allra verkamanna í járn- og stáliðnaði í ákvœð-
isvinnu, og „meira en helmingur" þessara manna fengu stighækkandi ákvæðis-
laun. (Sjá Metodíka planírovanía kornoj metallúrgíí).
2 Sjá L. Weinstein, Saraholnaja Plala (Profísdat, 1937), bls. 24, sjá einnig
grein eftir þann, sem þetta ritar í Organised Labour in Four Continents, Ed.
H. A. Marquand.
G