Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 91
R É T T U R
95
við lengingu vinnutímans var gefin út opinber tilskipun. sem ekki er
ólík áþekkri tilskipun í Englandi á stríðstímunum, og var verka-
mönnum að viðlagðri refsingu bannað að fara úr vinnu sinni án
Ieyfis verksmiðjustjórnarinnar, ennfremur var refsing lögð við þrá-
felldum fj arvistum.
Hinn 2. dag októbermánaðar var gefin enn ein tilskipun um
stofnun verkskóla handa ungum verkamönnum og innleidd skóla-
skylda í þessu efni. í greinargerðinni segir svo, að „þar sem fram-
tíðarþróun iðnaðarins í Sovétríkjunum krefjist stöðugs aðstreymis
nýrra verkamanna í námur, samgöngur, iðnað og verksmiðjur,
verði ríkið að þjálfa skipulega nýja verkamenn úr flokki æsku-
lýðsins í borgum og samyrkjubúum til þess að skapa það varalið
vinnunnar, sem iðnaðurinn þarfnast.“ Stofna skyldi þrjár tegundir
skóla: Iðnskóla handa piltum og stúlkum á 14 og 15 ára aldri;
skólar þessir skyldu veita tveggja ára fagkennslu og þjálfun í vanda-
sömustu greinum málmiðju, efnaiðnaðar og olíuiðju, skipagöngum
og póst- og símavinnu. I annan stað skyldi stofna járnbrautarskóla
og starfsskóla fyrir unglinga á aldrinum 16—17 ára, með sex mán-
aða námsskeiði í hvorum; í hinum síðarnefndu skólum skyldi kenna
venjulega faglærða eða hálffaglærða vinnu í námuvinnslu, bygg-
ingariðnaði, málmiðju o. s. frv. Nemendur skyldu stunda nám sitl
á kostnað ríkisins, en borgaráðin og formenn samyrkjubúanna
skyldu velja menn til náms, 800 jrús. eða eina milljón að tölu á ári
hverju. Að loknu námi voru nemendurnir skyldir til að ganga að
þeirri vinnu í ríkisfyrirtækjum, sem þeim var til skipað um fjögra
íramleiffslan hefði lækkað um 6000 pör af gúmmískóm á vinnuvöku. Fimm af
þessum níu höfðu verið að skemmta sér kvöldið aður og voru ekki vinnu-
færir næsta dag, en fjórir komu ekki til vinnu í von um að verða sagt upp
stöðunni og fá betri vinnu annars staðar. í forustugreininni er kvartað yfir
því, að margir verskmiðjustjórar sæju í gegnum fjöður með slæpingjum og
liirtu lítið um hvað stæði í vinnubókum þeirra um fortíðina, en í sama rnund
var á |iað bent, að hin tíðu vistaskipti væru stundum því að kenna, að „for-
stjórar og flokksfélagar gerðu sér ekki nógu mikið far um að skipuleggja fram-
leiðsluna réttilega né létu sér um það hugað að bæla menningarleg skilyrði og
Hfskjör verkamanna.“ Greinin endaði á þessum orðum: „Það er mál til komið
að fara harðari höndum um slæpingjana.11