Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 79

Réttur - 01.01.1944, Side 79
R É T T U R 83 afnota. Þetta voru framfarir, er voru ávöxtur framleiðslutækja und- anfarandi ára. Nýr vélaúlbúnaður var settur á fót; ný og fullkomin iðjuver stofnuð, samræmd vöruframleiðsla tryggði það, að ekkert lát varð á framleiðsluflóðinu. í skýrslu sinni á 16. flokksþinginu benti Kúbíseff á, að framleiðsluaukningin á hvern verkamann hefði hin síðustu þrjú ár verið nátengd vexti vélabúnaðar á hvern verka- mann á þeim sörnu árurn, og bætti því við, að „auðsætt væri sam- hengið milli þessara tveggja talna."1 Það var ein af meginreglum 1. fimm ára áætlunarinnar, að íram- leiðslumegin það, er stafaði af hinni risavöxnu nýbyggingu fram- leiðslutækjanna, skyldi að miklu leyti fara í að lækka framleiðslu- kostnaðinn (og koma því annaðhvort fram í auknum möguleikum til nýbygginga eða í lækkuðu neyzluvöruverði). En ef svo mátti verða urðu verkalaunin að bækka hlutfallslega minna en aukningin á framleiðslumagni hvers verkamanns. Að sumu leyti var þetta spurning um það, hvort verkamenn skyldu fá hlutdeild í hinni auknu framleiðslu sem neytendur með lækkuðu vöruverði, eða með beinni launahækkun; sú stefna, sem áætlunin fylgdi fór bil beggja. En það var ekki eingöngu spurning um, hvaða leið skyldi fara til þess að auka raunveruleg laun. Satt er það að vísu, að í þjóðfélagi, þar sem allar tekjur eru vinnulaun í einhverju formi, og gróðinn er ekki lengur til sem tekjugrein, er engin deila um að skipta af- rakstrinum milli tveggja stétta, sem tekjur hafa af iðnaði, verka- launum og gróða.2 Þar sem pólitísk ákvörðun ræður því, hve miklu 1 International Press Correspondence, 14. ágúst 1930. Sem dæmi um efl- ingu tækninnar má nefna, að orka sú, sem liver verkamaður í iðnaðinum liafði til umráða (mæld í kílóvattstundum á hverja vinnustund), jókst um 33% frá 1928—1932 (Summary of the Fulfilment of First Five-Year Plan, Gosplan, bls. 275). 2 Vosneskí (síðar formaður Áætlunarnefndarinnar) skrifar svo í tíma- ritsgrein árið 1932: „Það er nokkur mótsetning milli auðmagnssöfnunar og neyzlu. En það er aðeins mótsögn milli nútíðar og framtíðar. Hún felur ekki í sér andstæðar stéttamótsagnir." (Bolshevik, 30. jan. 1932; sbr. J. Freeman, Tlie Soviet Worker, hls. 54). Sumir hagfræðingar nútímans fullyrða, að jafn- vel í auðvaldsþjóðfélagi geti kaupgreiðslupólilík (þ. e. hvort kaup sé hækkað vegna aukinnar framleiðslu eða ekki) ekki gert mun á þeim hluta heildar-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.