Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 57
R É T T U R
61
rekur. Öllu þessu fylgdi hröð fólksfjölguu og þéttbýli á víðáttulitlum
svœðum. Aður en hinar stórfelldu jarðyrkjuframfarir hófust, hefði
þurft alveg sérstakt ástand, til þess að liálf milljón manna gæti sam-
einazt undir einni stjórn, og sennilega varð aldrei úr neinu sliku.
Mesti hlómi þessa lokaskeiðs hálfsiðunar birtist oss í skáldskap
Hómers, einkum llionskviðu. Margbrotin áhöld úr járni, fýsibelgir,
handkvarnir, kergerðarhvel, vínbruggun og olífupressun, frekari
framfarir á málmsmíðum, sem brátt urðu að listagrein, vagnar og
orustukerrur, skipasmíðar úr borðum og flettum viði, ujjphaf bygg-
ingalistar, múrgirtar borgir, með turnum og brjóstvirkjum, kviður
Hómers og fullmótuð goðafræði — það voru aðalþættir í arfleifð
þeirri, sem Grikkir fluttu með sér úr hálfsiðun, inn í siðmenningu.
Og ef vér berum nú lýsingar Cæsars, og jafnvel Tacítusar, á Germön-
um, sem lifðu í uj)j)hafi hálfsiðunar, saman við Grikki á dögum
Hómers, þá sjáum vér hversu stórstígar framleiðsluframfarir áltu
sér stað á þessu skeiði þróunarinnar.
Sú mynd, sem ég hefi dregið hér upp af þróun mannkynsins í tíð
villimennsku og hálfsiðunar, eftir forsögn Morgans, er að sönnu
þrungin algjörum nýjungum, og það sem meira er óhrekjanlegum, af
því að afköst vinnunnar eru lögð þeim til grundvallar. Þó er þessi
mynd dauf og fátækleg, samanborið við þá yfirsýn, sem vér hljótum
í hókarlok. Þá fyrst sjáum vér í skýru ljósi hvarfið frá hálfsiðun til
siðmenningar og andstæður þróunarskeiðanna.
Að lokum getum vér alhæft skiptingu Morgans þannig: Tímabil
villimennsku -— þegar maðurinn lifir að mestu leyti á því, sem til
fellur af borði náttúrunnar og framleiðsla hans sjálfs er einungis
aukageta. Tímabil hálfsiðunar — þegar húsdýrahald, ásamt jarð-
yrkju, verða algeng, og framfarir takast í framleiðslu náttúruafurða
fyrir tilverknað mannsins. Siðmenning — þegar enn frekari framfar-
ir urðu á framleiðslu lífsnauðsynja. Ilinn eiginlegi iðnaður hefst og
listir.