Réttur


Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 15
R É T T U R 19 í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvœðagreiðslan vera leynileg“. Þetla ákvæði á ekki síður við, ef um er að ræða algert brottfall sambandslaganna en einfalda breytingu þeirra. Hvað sem gildi sjálfra sambandslaganna líður, fólst það því þegar í stjskr. 1920 og stendur enn óhaggað, að sambandslögin yrðu ekki endan- lega afnumin nema með beinu þjóðaratkvæði. Enginn vafi hefur því nokkru sinni leikið á því, að afnám sam- bandslaganna yrði eigi ráðið nema með beinni atkvæðagreiðslu sjálfrar þjóðarinnar. Nokkru meiri vafi lék á um það, hverja aðferð skyldi við hafa um stofnun lýðveldis á Islandi og setning lýðveldisstjórnarskrár. Fljótt á litið hefði e. t. v. sýnzt greiðfærast að fara hina venju- legu stjórnskipulegu leið um breytingar á stjórnarskránni. Það er að segja, að Alþingi samþykkti fyrst hina nýju skipan, síðan væri þingið rofið og efnt til nýrra kosninga, málið því næst lagt fyrir hið nýkosna þing og, ef það næði samþykki óbreytt, skyldi það lagt til staðfestingar eða synjunar handhafa konungsvalds, þ. e. nú rík- isstjóra. Að athuguðu máli þótti þessi leið þó eigi fær. Hún þótti of svifa- sein á slíkum ólgutímum sem þessum, þegar allra veðra er von og allt getur verið undir því komið, að eigi hafi of lengi dregizt að komið yrði fastri skipun á stjórn ríkisins. En öðru fremur þótti þjóðinni sjálfri eigi gefið nóg úrslitavald í málinu með þessum hætti. Nú á tímum er það óumdeilt með stjórnfrjálsum þjóðum, að allt vald komi frá þjóðinni sjálfri. Þegar ákveða átti, hvort hún skyldi í framlíð búa við konungdæmi eða lýðveldi gat því eigi kom- ið til mála, að sú skipun, sem þjóðin kysi sjálf, væri látin stranda á synjunarvaldi neins einstaks manns, hvort sem það væri konung- ur eða handhafi valds hans, ríkisstjóri. Þess vegna varð að búa svo um að þjóðin sjálf liefði um þetta hið endanlega ákvörðunar- vald. Af þessurn orsökum var því hreyft snennna á árinu 1941, af Jón- asi Jónssyni alþm., að eðlilegt væri, að saman yrði kvaddur sér- stakur þjóðfundur til ákvörðunar um lýðveldisstofnun hér á landi. Með hugmynd þessari var minnt á þann atburð í íslandssögu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.