Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 13
R É T T U R
17
fyrst samþykktir sínar og þær samþykktir cru síðan lagðar fyrir
þjóðina eingöngu lil synjunar eða samþykkis.
I yfirlýsingu sinni 1. nóvember 1943 hefur núverandi ríkisstjórn
lagt áherzlu á , að miklu varði að öll þjóðin geti sameinazt um
lausn þessa máls. Hún hefur enn lagt áherzlu á þetta sama er hún
lagði þingsályktunartillöguna og stjórnarskrárfrumvarpið fyrir Al-
þingi nú fyrir nokkrum dögum. Hygg ég að öll þjóðin muni sam-
mála um, að slíkur einhugur sé æskilegur, ef unnt er. Því þykir
mér svo, að einskis megi láta ófreistað til þess að skapa þennan ein-
hug. Og til þess sé þjóðfundarkvaðning líklegri en flest annað.
Slík bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa
máls, sem varðar alla þjóðina svo mikils nú og um alla framtíð,
mundi að minni skoðun gera hvorttveggja, að vera enn virðulegri
en samþykklir Aljnngis, þótt þjóðaratkvæðagreiðsla eingöngu lil
synjunar eða samþykktar færi á eftir, og einnig skapa slíkt viðhorf
út á við, að aðrar þjóðir mundu frekar virða ákvarðanir þjóðar-
innar með þessum hætti. Einróma eða sama sem einróma samþykkt
þjóðfundar mundi sýna þjóðarviljann með þeirri alvöru og þeim
þunga, að enginn mundi véfengja hverjar væru raunverulegar ósk-
ir þjóðarinnar.
Ef leitað er í sögunni mun það koma í ljós, að með flestum þjóð-
um hefur framtíðarstjórnskipunin undir sambærilegum kringum-
stæðum verið ákveðin af sérstökum þjóðfundi í stað venjulegs lög-
gjafarþings. í vorri eigin sögu má lesa, að það var vilji forvígis-
mannanna í frelsisbaráttu vorri fyrir tæpri öld undir forustu Jóns
Sigurðssonar, að sérslakur þjóðfundur tæki ákvörðun um stjórn-
skipun Islands. Mótmæli hans og þingheims er slitið var með vald-
boði þjóðfundinum 1851 er einn af minnisstæðustu atburðum í
seinni stjórnmálasögu vorri. Og þó var Alþingi þá nýlega endur-
reist og hefði að sjálfsögðu getað gert samþykktir um málið.
Ef einhver kynni að telja að lijóðfundarkvaðning mundi verða
til þess að tefja afgreiðslu málsins um þörf fram, bygg ég að svo
þyrfti ekki að verða, ef gengið er fljótt að verki. Enda mundi Al-
þingi nú geta undirbúið málið enn vandlegar undir fundinn en
gert hefur verið til þessa. Mun ég fús að gera nánari grein fyrir
2