Réttur


Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 13
R É T T U R 17 fyrst samþykktir sínar og þær samþykktir cru síðan lagðar fyrir þjóðina eingöngu lil synjunar eða samþykkis. I yfirlýsingu sinni 1. nóvember 1943 hefur núverandi ríkisstjórn lagt áherzlu á , að miklu varði að öll þjóðin geti sameinazt um lausn þessa máls. Hún hefur enn lagt áherzlu á þetta sama er hún lagði þingsályktunartillöguna og stjórnarskrárfrumvarpið fyrir Al- þingi nú fyrir nokkrum dögum. Hygg ég að öll þjóðin muni sam- mála um, að slíkur einhugur sé æskilegur, ef unnt er. Því þykir mér svo, að einskis megi láta ófreistað til þess að skapa þennan ein- hug. Og til þess sé þjóðfundarkvaðning líklegri en flest annað. Slík bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa máls, sem varðar alla þjóðina svo mikils nú og um alla framtíð, mundi að minni skoðun gera hvorttveggja, að vera enn virðulegri en samþykklir Aljnngis, þótt þjóðaratkvæðagreiðsla eingöngu lil synjunar eða samþykktar færi á eftir, og einnig skapa slíkt viðhorf út á við, að aðrar þjóðir mundu frekar virða ákvarðanir þjóðar- innar með þessum hætti. Einróma eða sama sem einróma samþykkt þjóðfundar mundi sýna þjóðarviljann með þeirri alvöru og þeim þunga, að enginn mundi véfengja hverjar væru raunverulegar ósk- ir þjóðarinnar. Ef leitað er í sögunni mun það koma í ljós, að með flestum þjóð- um hefur framtíðarstjórnskipunin undir sambærilegum kringum- stæðum verið ákveðin af sérstökum þjóðfundi í stað venjulegs lög- gjafarþings. í vorri eigin sögu má lesa, að það var vilji forvígis- mannanna í frelsisbaráttu vorri fyrir tæpri öld undir forustu Jóns Sigurðssonar, að sérslakur þjóðfundur tæki ákvörðun um stjórn- skipun Islands. Mótmæli hans og þingheims er slitið var með vald- boði þjóðfundinum 1851 er einn af minnisstæðustu atburðum í seinni stjórnmálasögu vorri. Og þó var Alþingi þá nýlega endur- reist og hefði að sjálfsögðu getað gert samþykktir um málið. Ef einhver kynni að telja að lijóðfundarkvaðning mundi verða til þess að tefja afgreiðslu málsins um þörf fram, bygg ég að svo þyrfti ekki að verða, ef gengið er fljótt að verki. Enda mundi Al- þingi nú geta undirbúið málið enn vandlegar undir fundinn en gert hefur verið til þessa. Mun ég fús að gera nánari grein fyrir 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.