Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 34
38
R É T T U R
„Myndirnar segja til, býzt ég við. Og hann vissi hvað hann átti
á hættu,“ hélt rostungurinn áfram.
„Hvar er hann?“
Lögreglumaðurinn yppti öxlum.
„Dáinn?“
„Mér kæmi á óvart ef hann væri bráðlifandi.... En eftir því að
dæma, hvernig þú spyrð skil ég ekki hvernig í fjandanum þeim kom
til hugar að þú værir áhrifamikill kommúnisti. Kassner var bulla en
heimskur var hann ekki.“
Bíllinn fór framhjá járnbrautarstöð. Nokkrir fangar voru að vinna
að vegargerð, karl og kona stóðu í faðmlögum hjá lest, sem var að
leggja af stað, og flestir fanganna störðu á þau.
„Hann var engin bulla.“
„Ef þú hefðir lent í því sem hann fékk, býst ég við að þú héldir
samt að hann væri ágætismaður.“
Kassner starði á manninn og konuna í faðmlögum.
„Efég.... já.“
Hinn lögreglumaðurinn lagði hönd á öxl Kassners:
„Heyrðu, ef þig langar til að koma með okkur aftur. . . .“
En rostungurinn flýtti sér að dumpa á höfuð sér.
Maðurinn hafði játað annaðhvort til þess að hætt yrði að pynda
hina, hugsaði Kassner, eða af því að hann óskaði sér dauða, eða í
þeirri von að hann gæti bjargað félaga, sem hann áleit meira virði
en sig sjálfan, mér.... Ef maður væri brjálaður, gat hann þá
verið sannfærður um að hann væri með fullu viti? Kannski hafði
maður dáið í hans stað, hann vissi það, hugsaði um það og gat
gert sér alveg Ijóst hvað það þýddi; og kvaldist eins og verið væri
að pynda barn hans til að láta hann tala. Hann gat ekki einu sinni
hrist af sér martröð fangaklefans meðan hann spurði.
„Þér hafið víst ekki mynd af honum?“
Lögreglumaðurinn yppti öxlum og bandaði hendinni kæruleysis-
lega.
En ef þetta væri nú ekki brjálæði, heldur gildra?
Ef rostungurinn hefði nú sagt þetta alll í því skyni að láta