Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 36
40
RÉTTUR
mannsins? Þeir gátu haft aðrar og mikilvægari ástæður en lionum
gætu til hugar komið. Hafði maðurinn verið líflátinn áður en sönn-
unargögnin komu til fangelsisins, sem Kassner var í? Ef það var
Wolf, hefði hann ekki verið í neinum vandræðum með að ná sér
í skilríki á nafn Kassners, en þeir Wolf voru ekkert líkir. ....
Kassner leit upp, yfir húsþökin, upp í lág og þyngslaleg skýin,
áætlunarflugvélarnar hefðu líklega ekki farið. Hann varð að nota
sér það að honum var vísað úr landi, komast burt úr Þýzkalandi
eins fljótt og unnt væri og skipta um nafn. Hann og Gestapo áttu
eftir að hittast — síðar. Iiann leit lil jarðar, seinlega. Maður hafði
látið lifið fyrir hann. Á götunni í kringum hann gekk allt sinn
vanagang.
Skyldi verksmiðjuflugvélin komast af stað?
Framhald.
ORÐSENDINGAR
Það reyndist ofœtlun að koma út fjórnm heftum af Rctti árið sem leið, þau
urðu aðeins tvö, og liafa margir kaupendur látið í ljós vonbrigði sín með þœr
heimtur.
Astœðan er einjiild. Réttur hækkaði ekki áskriftargjaldið, og þó kaupenda-
aukning yrði nokkur á árinu, var hún ekki nærri nóg til að hægt væri að gefa
út fjögur hefti, tekjurnar hrukku rétt fyrir útgáfukostnaði tveggja hefta, enda
þótt ritstjórn og afgreiðsla séu ólaunuð störf. Þar varð því að láta staðar
numið, þó útgefendum væri það sízt geðfelldara en lesendum. Af fjárhags-
ástæðum er ekki hægt að lofa nema einu hefti í viðbót á þessu ári nema veru-
leg áskrifendafjölgun verði.
hetta hefti er auk þess seint á ferð, og er sökin mín og miðstjórnar Sósíal-
istaflokksins, sem fól mér ritstjórn Þjóðviljans á síðastliðnu hausti, en það er
einnig nokkurt starf. Hefur því enn reynl óþarflega á tryggð og vinfesti kaup-
enda við ritið, og verður reynslan að skera úr hvort það hefur komið að siik.
En því mega lesendur treysta, að þó Rétti seinki annað veifið, verður aftur
haldið af stað, þar til málstaður hans, málstaður íslenzkrar alþýðu, hefur
sigrað.
S. G.