Réttur


Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 19
RÉTTUR 23 Afleiðing þessarar aðferðar mætti því vel verða sú, þegar búið væri að yfirvinna allar þær torfærur, tafir og sundrung, sem henni væru samfara, að þjóðfundurinn ákvæði þá skipun, sem meiri hluti þjóðarinnar vildi á engan hátt við una, og má nærri geta, hversu hún mundi af öðrum virt. Getur því eigi komið lil mála, að horfið verði af þeirri braut, sem hefur verið mörkuð að nokkru allt frá 1920, en að öðru frá 1942, þegar hefur verið viðurkennd af erlendum aðilum og ein getur tryggt íslenzku þjóðinni sjálfri og þar með hverjum einasta kjósanda úrslitaráð um það málefni, sem landsmenn allir verða að láta til sín laka og kveða á um. Af öllu því, sem nú hefur verið tekið fram, er ljóst, að ekki er fært, að Alþingi víki nú af þeim grundvelli, sem menn fyrir löngu hafa lagt um afgreiðslu þessara mála og núverandi ríkisstjórn einn- ig er samþykk, og fari inn á nýja leið, sem hafa mundi í för með sér ófyrirsjáanlega töf og truflun í meðferð skilnaðarmálsins og lýð- veldisstofnunar á Islandi.“ í febrúar var svo gengið frá málinu í nefndum þingsins. Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkurinn (mestallur) gengu inn á það til sam- komulags við Alþýðuflokkinn að fella ákvæðið um 17. júní út úr frumvarpinu, en Alþýðuflokkurinn lofaði að beita þá öllum blaða- kosti sínum til áróðurs fyrir samþykkt frumvarpsins við þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Sósíalistaflokkurinn og nokkrir þingmenn aðr- ir voru gegn þessari tilslökun. (Það sýndi sig síðan í þjóðarat- kvæðagreiðslunni að tvö blöð Alþýðuflokksins unnu harðvítug- lega gegn samþykkt lýðveldissljórnarskrárinnar og aðalhlað flokks- ins, Alþýðublaðið, af hangandi hendi með. — En þetla lið hafði engin áhrif á fólkið, sem fylkti sér um lýðveldið betur^ og betur með hverjum deginum sem leið). 8. marz 1944 var stjórnarskrárfrumvarpið svo samþykkt endan- lega á Alþingi með öllum atkvæðum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hétu því að halda fast við stofnunina 17. júní, þó ákvæði frumvarpsins sjálfs hefði verið breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.