Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 56
60
II É T T U R
voru nærri óbyggileg kynþáttum á frumstigi hálfsiðunar. Samt sem
áður hefðu þessir þjóðflokkar á miðskeiöi hálfsiðunar, þegar þeir
voru einu sinni farnir að venjast hjarðlífi, aldrei tekið sig sjálfvilj-
ugir upp af hinum grösugu fljótsbökkum og flutt byggð sína til skóg-
anna þar sem feður þeirra bjuggu fyrrum. Og jafnvel þegar Aríar
og Semítar færðu sig norðar og vestar á bóginn, var þeim ómögulegt
að setjast að í skógum Evrópu og Vestur-Asíu, fyrr en kornræktin
gerði þeim kleift að fóðra fénað sinn á þessum ófrjórri slóðum og
hafa þar vetursetu. Það er meir en sennilegt, að korn hafi fyrst veriö
ræktað í því skyni, að afla gripunum fóðurs, og ekki notað til mann-
eldis fyrr en síðar meir.
Hin ríkulega kjöt- og mjólkurneyzla Aría og Semíta og sérílagi
hin heppilegu áhrif hennar á þroska barnanna, er ef til vill orsök
þeirra þróunaryfirburða, sem þessum þjóðflokkum féll í skaut. Og
staðreynd er það, að Pueblo indíánarnir í Nýju-Mexíkó, sem voru
eingöngu jurtaætur, höfðu minna heilabú en Indíánar, á lægra stigi
hálfsiöunar, sem meir lögðu sér til munns kjöt og fisk. Að minnsta
kosti hverfur mannátið svo að segja, á þessu skeiði, og helzt einung-
is við í sambandi við trúarsiði og töfrabrögð, sem í þann mund voru
eitt og hið sama.
LOKASKEIfí Það hefst með vinnslu járns, en endar á upp-
fyndingu rittáknanna og notkun þeirra í þágu bókmennta. Þar með
hefst svo siðmenning. Þetta skeið, sem eins og að framan er sagt átti
sér sjálfráða þróun austanhafs en ekki vestan, var auðugra að fram-
förum í framleiðslu- og vinnuafköstum, heldur en öll þau skeiÖ sam-
anlögð, sem á undan eru gengin. Til þessa skeiðs teljast Grikkir á
hetjutímanum, ítalskir þjóðflokkar nokkru fyrir stofnun Rómaborg-
ar, Germanar Tacitusar og Norðurlandabúar á víkingaöld.
Fyrst og fremst kemur fram á þessum tíma járnplógurinn, sem
dreginn var af nautgripum, og gerði kornyrkju framkvæmanlega í
miklu stærri stíl en áður. Það hafði í för meö sér nærri takmarka-
lausa aukningu á framleiðslu viðurværis, á þeirra tíma mælikvarða.
Þá eru skógar ruddir og breytt í engi og akurlendi, en slíkt var
óhugsandi, svo að nokkru næmi, áður en menn þekklu járnaxir og