Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 48
52
RÉTTUR
landinu skuli öllu skipt í einmenningskjördæmi og engir uppbótar-
þingmenn.
í frumtillögunni, sem borin var fram af ýmsum helztu forustu-
mönnum Framsóknar var þó gengið feti lengra og er þar skýrt nán-
ar hvað átt er við með ályktuninni.
Þar er þess krafizt að ríkisstjórn, er forseti skipar, skuli hafa
ótakmarkað tekjuöflunar og fjárveitingarvald, án tillits til vilja
þingsins, að þingmenn geti ekki borið fram breytingartillögur við
fjárlög nema með Ieyfi fjármálaráðherra og að frumvarp, sem
forseti synjar um staðfestingu geti ekki orðið að lögum nema þrír
fjórðu hlutar Alþingis samþykki það.
Það er svo sem glöggt hvað þeir vilja. Næðu „hugsjónir“ Fram-
sóknarforkólfanna að rætast, gæti forseti, sem vel getur verið kosinn
af litlum minnihluta þjóðarinnar eins og kosningafyrirkomulagið er
samkvæmt stjórnarskránni, tekið sér raunverulegt alræðisvald, gerzt
einræðisherra. Eins og flokkaskipun er nú, telur Framsóknarflokk-
urinn sig þess umkominn að geta jafnan komið í veg fyrir sain-
komulag flokka um stjórnarmyndun, ef honum sýnist svo. Mundi
þá vera hægt að koma á einræði, „að lögum“, ef afturhaldinu þætti
forsetinn til einræðisherra fallinn. Þingið yrði að mestu leyti ráð-
gefandi samkunda og valdalaust. Og ef landinu öllu væri skipt í
tóm einmenningskjördæmi og engir uppbótarþingmenn, er ekkert
líklegra en að meirihluti þings yrði fulltrúi fyrir lítinn minnihluta
þjóðarinnar.
Það er ekki furða þó þessum herrum verði líðrætt um „lýðræði“!
Þessar kröfur Framsóknar eru mjög svipaðar og sumpart alveg
samhljóða kröfum frönsku fasistanna undir forustu Lavals árið
1934. Þeirn ráðagerðum var hrundið af samfylkingu verkalýðs og
bændaalþýðu Frakklands. Það var ekki fyrr en 8 árum síðar, eftir
að þýzkir nazistar höfðu lagt Frakkland undir sig og gert Laval
að leppstjórnanda sínum að draumur frönsku fasistanna rættist, en
þó nokkuð á annan veg en þeir gerðu ráð fyrir.
Það var þungur straumur til vinstri í sveitum landsins, sem
svipti Jónas frá Hriflu formannstitlinum. En betur má ef duga skal.
Fólkið í sveitunum verður sjálft að taka forustuna. Samtök þess