Réttur - 01.01.1944, Blaðsíða 35
R É T T U 11
39
hann koma upp um sig? Eða bara til gamans? Frá því að Kassner
fór úr fangelsinu fannst honum allt óraunverulegt.
„Og ef þú hefðir ekki umgengizt fólk sem útlendingur á ekki
að umgangast — ef hann virðir nokkurs gestrisni —, hefðirðu
aldrei verið tekinn,“ sagði hinn lögreglumaðurinn. „Þú varst liepp-
inn að sendiráð lands þíns blandaði sér í málið. En þeim skjátlað-
ist líka.“
Já, andstæðingar nazista áttu hauk í horni í tékkoslóvakíska
sendiráðinu.
Kassner leit til mannsins sem síðast talaði, nú höfðu augu hans
vanizt dagsbirtunni. Venjulegt lögregluandlit, og þó nærri smáborg-
aralegt. Sjón Kassners var orðin eins og hún átti að sér, en hugur
hans var enn tengdur fangaklefanum með þúsundum þráða. Hann
fór aftur að horfa á laufin sem þyrluðust milli trjánna.
.... Loksins kom að lögreglustöðinni, og eftir smávegis forms-
atriði rétti lióstandi skrifari Kassner böggul með axlaböndum hans,
skóreimum, og fleiri smámunum, ásamt peningunum, sem teknir
höfðu verið af honum.
„Ég held eftir ellefu mörkum og sjötíu.“
„Fyrir geymsluna?“
„Nei, fyrir dvölina í fangelsinu. Eilt mark og þrjátíu fyrir dag-
inn.“
„Það er skítbillegt. Var ég þar ekki nema níu daga?“
Kassner var að koma til sjálfs sín, en sú hugmynd, að hann hefði
ekki verið í klefanum nema níu daga, ætlaði að eyðilggja allt á ný;
veruleikinn var eins og tungumál, sem hann liafði kunnað en stein-
gleymt. Og sú tilfinning greip hann föstum tökum að konan haiís
hefði einmitt nú orðið fyrir stórhappi, eins og hún hefði losnað
úr prísund en ekki hann.
„Þér hafið tvo daga til að komast burt úr Þýzkalandi. Nema fyrir
þann tíma. . . . “
„Fyrir þann tíma?“
Skrifarinn kvefaði svaraði engu. Það gerði heldur ekkert. Kass-
ner var fullljóst, að honum var ekki óhætt fyrr en handan landa-
mæranna. Hvers vegna höfðu nazistar tekið gilda játningu hins