Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 14
14
RÉTTUH
stöðvast atvinnureksturinn með öllu, skipunum verður lagt
upp og verksmiðjunum lokað, eða það verður framkvæmd
stórfelld gengislækkun, hið vinnandi fólk sem heitið hafði
verið réttlátum tekjum, verður að færa miklar fórnir og herða
mittisólina, það verður að þrýsta lífskjörum fólksins niður
á stig kreppuáranna á fjórða tug aldarinnar, tíma skorts og
neyðar, atvinnuleysis og fátækraflutninga. Þá voru Bretar
einráðir um að skammta okkur verðið fyrir útflutningsvör-
umar. Fyrir tilstilli Bjarna Benediktssonar erum við aftur
að komast í sama farið. Við sósíalistar sögðum það fyrir að
þetta myndi verða endirinn á ævintýrinu, að þessu marki stefndi
öll pólitík ríkisstjómarinnar. Það er nú að koma fram.
Mánuðum saman hefur verið stjómað án fjárlaga. Það mun
sennilega vera Evrópumet. Þegar svo loksins fjárlögin koma
er upphæð þeirra hvorki meira né minna en 260 milljónir
króna eða meira en helmingi hærri en 1946. Sízt verður stjórn-
in þó sökuð um að vera of stórhuga um verklegar framkvæmd-
ir. Það þekkja menn af reynslunni og það sanna þessi fjárlög
þar sem verklegar framkvæmdir eru skomar niður. Ástæðan
fyrir þessari svimháu upphæð fjárlaganna er fyrst og fremst
hin óhemjulega þensla í ríkisbákninu. Þessi fjárlög eru verk
mannanna sem aldrei opna munninn án þess að tala um sparn-
að, að spyma fótum gegn eyðslunni og svo framvegis. Drýgsta
þáttinn í þessari þenslu eiga stofnanir þær sem em að skipu-
ieggja allt í rústir, eins og einn góður sjálfstæðismaður komst
að orði fyrir mörgum árum. Þetta em verk mannanna sem
hafa gert það að gmndvallarvísdómi þjóðmálastefnu sinnar að
afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu séu undirrót alls ills.
„Afsakanir" hinna seku
Allt em þetta staðreyndir sem ekki þýðir að bera á móti.
En hvað hafa þá þessir herrar sér til afsökunar. Framsóknar-
menn munu halda því fram að allt sé þetta afleiðing þeirrar
stefnu sem fylgt var á nýsköpunarrárunum. Þá hafi öllum
gjaldeyrinum verið sóað og svo framvegis. Já menn geta verið