Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 66
66
EÉTTUK
hyggjast gera hana að þægum leiksoppi og fleyta gull
ofan af blóði hennar og tárum. Hið vinnandi fólk, sjálft
lífblóm sósíalismans, er of tengt heilbrigðum uppsprett-
um náttúrunnar til þess að gefast upp fyrir sjónhverf-
ingum og tröllskap. úrkynjaðra arðræningja. Það lætur
aldrei staðar numið fyrr en allsnægtir jarðarinnar hafa
verið gerðar að orkugjafa friðsamlegrar menningar um
gervallan heim.
Tvennt er það sem umfram allt ríður á að varðveita
í þeim átökum sem nú eru fyrir höndum: annað er dóm-
greindin, hitt er baráttuþrekið. Áróður andstæðing-
anna er ekkert lamb að leika sér við í allri sinni ósvífni,
meðvitaðri og ósjálfráðri. En það er frumskylda hvers
verkamanns og verkalýðssinna að láta þennan áróð-
ur hvorki blekkja sig né hræða. Alþýðan verður að
sjá í gegnum falskenningar eins og „vestrænt lýðræði”,
standast grýlui eins og „austrænt einræði”, hún verð-
ur að þola nafngiftir slíkar sem „fimmta herdeild” engu
síður en kylfur og gas. Hún verður að skilja að hér á
íslandi eru nú stéttarbaráttan og þjóðfrelsisbaráttan
runnar saman í eitt: hið stjórnarfarslega sjálfstæði verð-
ur ekki endurheimt fyrr en með fullkominni valdatöku
hinna vinnandi stétta. Skilyrðislaust verðum við að
þekkja í sundur vini og féndur í þessari baráttu. Okkur
verður að vera alveg ljóst að þær milljónir kínverskra
öreiga, sem nú berjast sigursælar fyrir rétti sínum til
ættjarðarinnar, framleiðslutækisins, eru vinir okkar og
samherjar þótt í miklum fjarska sé — hinir, sem selja
ættjörðina undan fótum okkar, eru okkar höfuðféndur,
þó þeir séu íslendingar að nafninu til, jafnvel blóð-
tengdir okkur í fyrsta eða annan lið.
Minnumst þess með fögnuði að við stöndum ekki ein-
angraðir gagnvart hinum nýja fasisma. í dag verður
fylkt til sóknar og varnar gegn honum um öll heimsins
lönd, einnig í sjálfum Bandaríkjunum þar sem þessi