Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 18
18
RÉTTUR
íhlutunarrétt um öll efnahagsmál og stjórnmál þjóðarinnar.
þar á meðal fjárlög og gengisskráningu. Þau fá forkaupsrétt
að efnivörum, sem þau telja sig þurfa á að halda og rétt til að
leggja bann við eðlilegum verzlunarviðskiptum okkar við Aust-
ur-Evrópu. Ríkisstjórnin skuldbatt sig til að gefa hinu erlenda
stórveldi sundurliðaðar skýrslur um innanlandsmál íslend-
inga og halda uppi áróðri fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Erlendum dómstóli er veitt dómsvald í vissum málum íslenzkra
þegna. Og loks fá bandarískir þegnar sama rétt og Islendingar
til atvinnureksturs hér á landi. Hér er að vísu hafður fyrir-
vari en fáir munu leggja mikið upp úr honum, meðan amerísk
leppstjórn fer með völd á íslandi.
Næst kemur yfirlýsing frá forsætisráðherranum og utan-
ríkisráðherranum um að ísland skuli ekki lengur vera hlut-
laust ríki. Stjómin hafði ákveðið að kasta fyrir borð sjálfum
grundvellinum að sjálfstæðri tilveru hinnar vopnlausu og
varnarlausu íslenzku þjóðar — hlutleysi í styrjöld. Forsætis-
ráðherrann og formaður stærsta þingflokksins halda ræður og
skrifa greinar, þar sem því er lýst yfir skýrt og skorinort,
að þeir hafi ákveðið að berjast fyrir því, að Island gerizt aðili
að hemaðarbandalagi hinna miklu nýlenduvelda, Bandarikj-
anna og Bretlands og fylgiríkja þeirra og nú dugi ekkert
minna en hinar öflugustu vígvélar og drápstæki. Island skuli
gert að svo öflugu hervirki, að óvinur þess skelfist og skuli
verða gersigraður ef til átaka kemur. Þá fékk maður að vita
það, að íslenzka þjóðin ætti óvin og ekki farið leynt með hver
óvinurinn væri. Það eru Sovétríkin. Til þess að vamir Islanda
yrðu í nokkru samræmi við þessi stóru orð þyrfti ekki einasta
óslitna röð öflugra hervirkja meðfram allri strandlengju Is-
lands, heldur líka her, sem væri fjölmennari en þjóðin sjálf.
Á það var bent af mönnum, sem héltu vöku sinni og viti, að
íslenzkt þjóðerni mundi tæplega lifa slíkt hemám, jafnvel ára-
tugum saman. Þjóðin reis upp gegn hinum stríðsóðu Ameríku-
agentum. Og þeim þótti ráðlegast að hörfa í bili. Nú lýstu
þeir því yfir, að hemaðarbandalaginu ættu ekki að fylgja
neinar kvaðir um herstöðvar og erlendan her á friðartímum.