Réttur


Réttur - 01.01.1949, Page 18

Réttur - 01.01.1949, Page 18
18 RÉTTUR íhlutunarrétt um öll efnahagsmál og stjórnmál þjóðarinnar. þar á meðal fjárlög og gengisskráningu. Þau fá forkaupsrétt að efnivörum, sem þau telja sig þurfa á að halda og rétt til að leggja bann við eðlilegum verzlunarviðskiptum okkar við Aust- ur-Evrópu. Ríkisstjórnin skuldbatt sig til að gefa hinu erlenda stórveldi sundurliðaðar skýrslur um innanlandsmál íslend- inga og halda uppi áróðri fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Erlendum dómstóli er veitt dómsvald í vissum málum íslenzkra þegna. Og loks fá bandarískir þegnar sama rétt og Islendingar til atvinnureksturs hér á landi. Hér er að vísu hafður fyrir- vari en fáir munu leggja mikið upp úr honum, meðan amerísk leppstjórn fer með völd á íslandi. Næst kemur yfirlýsing frá forsætisráðherranum og utan- ríkisráðherranum um að ísland skuli ekki lengur vera hlut- laust ríki. Stjómin hafði ákveðið að kasta fyrir borð sjálfum grundvellinum að sjálfstæðri tilveru hinnar vopnlausu og varnarlausu íslenzku þjóðar — hlutleysi í styrjöld. Forsætis- ráðherrann og formaður stærsta þingflokksins halda ræður og skrifa greinar, þar sem því er lýst yfir skýrt og skorinort, að þeir hafi ákveðið að berjast fyrir því, að Island gerizt aðili að hemaðarbandalagi hinna miklu nýlenduvelda, Bandarikj- anna og Bretlands og fylgiríkja þeirra og nú dugi ekkert minna en hinar öflugustu vígvélar og drápstæki. Island skuli gert að svo öflugu hervirki, að óvinur þess skelfist og skuli verða gersigraður ef til átaka kemur. Þá fékk maður að vita það, að íslenzka þjóðin ætti óvin og ekki farið leynt með hver óvinurinn væri. Það eru Sovétríkin. Til þess að vamir Islanda yrðu í nokkru samræmi við þessi stóru orð þyrfti ekki einasta óslitna röð öflugra hervirkja meðfram allri strandlengju Is- lands, heldur líka her, sem væri fjölmennari en þjóðin sjálf. Á það var bent af mönnum, sem héltu vöku sinni og viti, að íslenzkt þjóðerni mundi tæplega lifa slíkt hemám, jafnvel ára- tugum saman. Þjóðin reis upp gegn hinum stríðsóðu Ameríku- agentum. Og þeim þótti ráðlegast að hörfa í bili. Nú lýstu þeir því yfir, að hemaðarbandalaginu ættu ekki að fylgja neinar kvaðir um herstöðvar og erlendan her á friðartímum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.