Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 108
108
R É T T U H
inganna, sem í hönd fara, er svertingjavandamálið einp-
ig farið að draga að sér athygli annarra aðila. í suður-
ríkjunum, heimkynni kynþáttakúgunarinnar, er höfuðvígi
demókratafokksins, sem fer með alla stjórn innan þess-
ara ríkja. Hin formlega ábyrgð á þrælahaldinu þar kem-
ur því á herðar demókrata. Blöð repúblikkana hafa því
ekkert á móti því að hræsna öðru hvoru samúð með
svertingjum sakir hinna hörmulegu örlaga þeirra.
Öll meðul eru leyfileg í kosningabaráttu. í samræmi'
við það flutti repúblikanablaðið New York Herald
Tribune nýlega greinaflokk um ævi svertingjanna í suð-
urríkjunum eftir Ray Sprigle, blaðamann við Pittsburgh
Post-Gazette. Blaðamaðurinn ritaði þessar greinar eftir
að hann hafði ferðazt um suðurríkin dulbúinn sem svert-
ingi. Sprigle virðist ekki skeyta mikið um pólitíska
stefnu vinnuveitenda sinna, en lýsir af furðanlegu raun-
sæi skelfingum kynþáttakúgunarinnar.
Ég hætti að vera hvítur, frjáls og amerískur borg-
ari, segir hann, þegar ég steig upp í þennan Jim-
Crow-vagn í Sambandsstöðinni í Washington. Frá
þeirri stundu og þar til ég kom aftur að sunnan eft-
ir mánaðar ferðalag, var ég svartur og í ánauð —
ekki alveg þræll og ekki alveg frjáls heldur. Borg-
aralegur réttur minn náði nákvæmlega jafnlangt og
næsti hvíti maður vildi vera láta.
Hinir svörtu íbúar Bandaríkjanna eru aðskildir frá
hinum hvítu með hinni niðurlægjandi kynþáttagreiningu.
Jafnvel í kirkjunum eru svertingjum ætluð sérstök sæti
allra aftast. Þegar Glen Taylor öldungadeildarmaður
og varaforsetaefni Framsóknarflokksins í síðustu kosn-
ingum gerði tilraun til að virða þessa aðgreiningu að
vettugi á fundi í Birmingham í Alabama, var hann hand-
tekinn af lögreglunni og dæmdur fyrir rétti.
En það er ekki látið þar við sitja, að svertingjar séu
látnir vera í sérstökum biðsölum á járnbrautarstöðvum