Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 69
RÉTTUR
69
Til þess að finna sögulegan skyldleika við framkomu
íslenzku auðmannastéttarinnar og pólitískra fulltrúa henn-
ar, verður að leita til dönsku konungsfulltrúanna og
„íslenzkra” bandamanna þeirra á harmsögulegustu
augnablikum íslenzku þjóðarinnar 1550 og 1662.
Þegar viðnám íslendinga gegn erlendu kúguninni var
brotið á bak aftur, er Kristján skrifari, eftir dyggilega
aðstoð Daða í Snóksaal, lét myrða Jón biskup Arason
og syni hans, þá hafði íslenzka yfirstéttin, kaþólska
biskupavaldið barizt í broddi fylkingar fyrir rétti þjóðar-
heildarinnar gegn ránsherferð hins erlenda konungs-
valds á hendur íslendingum. Nú er það íslenzka auð-
mannastéttin, sem tekur að sér hlutverk Diðreks frá
Mynden og Kristjáns skrifara, Gissurar Einarssonar og
Daða í Snóksdal, — að gerast erindreki hins erlenda
auðkóngavalds til að brjóta ísland undir yfirráð þess.
Þá var , siðabótin” yfirvarpið, sem danska konungs-
valdið notaði til að ræpa helmingnum af jarðeignum
íslands undir sig og gaf kvislingum sínum sumar
þeirra og „umboð” yfir nokkrum klausturjörðum. Nú
er „vestræna lýðræðið” yfirvarpið, sem ameríska auð-
kóngavaldið notar til að ræna sér íslandi sem her-
stöð og gefur kvislingum sínum nokkrar Marshall-
milljónir og „umboð” fyrir ýmsar auðhringavörur. —
Gissur og Daði myndu þó fyrir dómstóli sögunnar
reyna að afsaka sig með því að barátta þeirra hafi
verið gegn kúgun kaþólska valdsins þótt sú afsökun
hinsvegar ekki verði tekin gild. En auðmannastétt ís-
lands og láðherrar hennar hafa enga slíka afsökun.
Þeirra er einvörðungu hlutverk þjónsins fyrir erlent
vald.
Menn skyldu hinsvegar halda að helzt kæmist þó
niðurlæging auðmannastéttarinnar og ríkisstjórnarinnar
hennar í samlíkingu við niðurlæginguna í Kópavogi 1662.
En einnig þar er um gerólíkt viðhorf að ræða. Arni