Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 42
42
RÉTTUR
rofið á oss samninga, reynt í skjóli hersetu að kúga oss
til landaafsals, knúð oss til að láta af hendi við sig dul-
búna herstöð á Keflavíkurflugvellinum og brjóta nú dag-
lega á oss lög og rétt, svo sem framkvæmd samningsins
um Keflavíkurflugvöll sannar.
Miðstjórnin álítur það augljós sannindi, að svo örlaga-
ríka ákvörðun s«m þessa geti aðeins íslenzka þjóðin sjálf
og hún ein tekið í almennum kosningum eða þjóðarat-
kvæðagreiðslu, því slík ákvörðun er flestum stjórnar-
skrárbreytingum þýðingarmeiri. Engir þeir þingmenn, er
nú sitja á Alþingi, hafa heimild til þess að þjóðinni forn-
spurðri að binda hana í 20 ár samningi, sem skuldbindur
hana til þátttöku í styrjöld og veitir erlendum aðiljum
hin raunverulegu yfirráð yfir landi hennar, ef til styrj-
aldar kæmi. Fremji meiri hluti þingmanna það ódæði,
að stofna frelsi og lífi þjóðarinnar í voða með samþykkt
Atlanzhafssáttmálans, að þjóðinni fornspurðri, þá er
það verk unnið án löglegrar heimildar og íslenzka þjóðin
óbundin af þannig fenginni undirskrift ómerkra manna.
undir hernaðarsamning þennan.“
Málinu var hespað í gegnum þingið með margföldum
afbrigðum og takmörkuðum ræðutíma, svo að slíks eru
ekki dæmi í þingsögunni. Sósialistaflokkurinn lagði fram
tillögu um vantraust á ríkisstjómina, og vom útvarpsum-
ræður um hana, einu opinbem umræðurnar sem fram
fóm um málið. 30. marz var tillaga ríkisstjómarinnar um
aðild Islands í bandalaginu samþykkt með 37 atkvæð-
um gegn 13. Á móti sáttmálanum greiddu atkvæði allir
þingmenn Sósíalistaflokksins, ennfremur þeir Hannibal
Valdimarsson, Páll Zóp'haníasson og Gylfi Þ. Gíslason.
Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson sátu hjá. —
Allar breytingartillögur voru felldar, sömuleiðis tillaga
Sósíalistaflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
En þennan dag gerðist fleira sögulegt.
Þjóðvamarfélagið ,og Fkilltrúaráð verkalýðsfélaganna