Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 117
R É T T U R
117
saman dreginn meginherstyrkur Bretlands, Frakklands og
Hollands (hinna „friðelsiku" undirritenda Atlantshafssáttmál-
ans) og heyir glæpsamleg nýlendustríð. Þar eru saman tekin
hin nýju áform um að færa út hemaðarsvæðið. Tilkynnt er,
að koma þurfi á Kyrrahafs- eða Indlandshafssáttmála til
viðbótar við Atlantshafssáttmálann „til þess að spoma gegn
kommúnistahættunni í Asíu.“
Malan í Suður-Afríku, Nehrú i Indlandi, Liaquat Ali í
Pakistan, Senenayaka á Ceylon, Shiffley á Ástralíu og Fraser
í Nýja-Sjálandi mætast á þessum vettvangi í bróðurlegri
eindrægni þrátt fyrir allan skoðanamun á öðrum sviðum.
Hver er orsökin til þessarar skyndilegu athafnasemi? Sigur
kínversku lýðræðisaflanna hefur umbreytt heiminum. Hann
er alvarlegt áfall fyrir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, sem
hefur eytt milljörðum dollara til styrtktar hinum blóðþyrsta
Sjang Kaj Sjek í þvi skyni að hremma siðan allt hið mikla
Kínaveldi og gera það að nýlendu, sem hægt væri að arðræna
miskunnarlaust. Sigur kínversku lýðræðisaflanna lýkur upp
nýjum möguleikum fyrir alla Asíu. Það eru ekki aðeins hinar
450 milljónir Kínverja, sem nú kaupa sér frelsi með blóði
sínu, heldur eru allir íbúar Austur-Asíu — 1000 milljónir —
í þann veginn að slita af sér ánauðarhlekkina.
Hinir vestrænu heimsveldissinnar, sem fitnað hafa á þvi
að arðræna þræla sína í Asíu og Afríku, horfa á það fullir
heiftúð og skelfingu, hvemig grunnurinn skriðnar undir fótum
þeirra.
I drambsfullri fyrirlitningu á landfræðilegum rökum, segir
„Times“ 1. marz s.l.: „Austur-Asía er meginstoð Vestur-
Evrópu“.
12. janúar gat að lesa þessa yfirlýsingu í „New York
Times“: „Hin blómlega afkoma í Evrópu byggist að nokkru
leyti á því, að hægt sé að hagnýta hráefni og ódýrt vinnuafl
í Asíu og Afríku. Þó að gamaldags nýlenduveldi séu talin
úrelt, getur Evrópa ekki náð sér aftur án þeirra auðæfa,
sem Ráðstjórnarríkin stofna í hættu með baráttu sinni fyrir
„alþýðustjóm“.“