Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 110
110
R É T T U H
km. í burtu, en þar var negraspítali. Það var ekki fyrr
en níu klukkustundum eftir að slysið vildi til, að stúlk-
urnar voru komnar á spítala, og var þá önnur þeirra
skilin við.
Og þessi útilokun frá læknishjálp er ekki nein undan-
tekning frá hinni almennu reglu. Ekki er ástandið betra
að því er snertir skólagöngu svertingjabarna. í Madison-
héraði eru svertingjar þrír fjórðu hlutar íbúanna og
greiða 90% af sköttunum. En þeir skipa ekkert það
embætti, sem kosið er í, og hafa ekkert um það að segja,
hvernig tekjum héraðsins er varið. Fyrir fé blakkra
skattgreiðenda byggði héraðsstjórnin nýjan skóla — fyr-
ir hvít börn. Það er ágætur skóli með lærdómsdeild og
þægilegri villu fyrir skólastjórann.
Þó að blökkumenn séu ýmsu vamr, vakti þessi ráð-
stöfun reiði þeirra. Og héraðsstjórnin ákvað að reyna að
lægja reiðistorminn. Fulltrúar svertingjanna voru kall-
aðir saman til að ræða um skólabyggingu fyrir „lituð”
börn. Safnaðarnefnd svertingja bauð fram í þessu skyni
hentuga lóð í miðhluta bæjarins. En skólastjóri þeirra
hvítu kom með mótbáru:
„iHerra Pearl Hawkins vill hafa hann niður við baðm-
ullarhreinsunarstöðina sína”.
Hawkins var einn af auðmönnum bæjarins. Það var
ekki af neinum mannkærleikaástæðum, að hann vildi
hafa skólann nálægt hreinsunarstöð sinni. Hann vildi
tryggja sér ódýrt vinnuafl. Því að svertingjar vildu
fórna miklu til að geta komið börnum sínum 1 skóla.
Vilji Hawkins var sama og lög. Skólinn var byggður
hjá hreinsunarstöðinni. Börnin verða að ganga mílu veg-
ar til þess að komast í skólann, eftir vegum með sér-
staklega mikilli bílaumferð. Skólabyggingin er skítugur
húskassi, sem skipt er í fjögur herbergi. Aðeins í einu
þeirra eru sæti. í hinum verða börnin að sitja á gólfinu.
í héraðinu eru fjórum sinnum fleiri blökk börn en hvít,