Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 90
90
RÉTTUR
vafi er á að það hefði vakið minni óvild, a. m. k. í smærri lýð-
ræðislöndum Evrópú, ef Eystrasaltslöndin þrjú hefðu komizt
að sömu kjörum og Finnland. Hið al- og hálffasistíska stjóm-
arfar þessara landa mun einkum eiga sökina á að svo varð
ekki, enda reyndu þau að leysa öryggismál sín á annan hátt en
með samkomulagi við Ráðstjómarríkin.
Nokkur síðustu árin hefur óneitanlega ríkt nokkuð annað
mat á stefnu Ráðstjómarríkjanna í Austurevrópu. Ástæðan
er ekki vandséð. Á meðan lönd þessi voru hersetin af Rússum
og eftir að þeir fóru hafa orðið þama miklar þjóðfélagshylt-
ingar, sem eru vel á vegi með að útrýma öllu einkaauðvaldi.
Jarðeignir em fengnar bændum í hendur, en iðnaðurinn þjóð-
nýttur. Hið gamla, afturhaldssama framleiðslukerfi þar sem
stjómin og afraksturinn var í höndum lénsherranna, fámennr-
ar yfirstéttar og erlends auðmagns, hefur nú verið leyst af
hólmi og upp tekið skipulegt búskaparlag, að nokkm leyti
eftir rússneskri fyrirmynd, með öllu því áberandi og aðsóps-
mikla fræðslu- og umbótastarfi, sem auðkennir slíkar skipu-
lagsbreytingar.
Ekki mun það vera miklum efa undirorpið að róttæk breyt-
ing á þjóðfólagsskipuninni er nauðsynleg forsenda þess að
allur almenningur í þessum löndiun geti öðlast raunverulegt
lýðræði og sæmileg lífskjör. Slíkt róttækt umbyltingarstarf tek-
ur langan tíma og því er jafnan samfara ýmislegt sem fólk
vildi gjarnan vera. laust við og er því mikill þymir í augum,
ekki sízt þegar gallamir eru auglýstir og stækkaðir í holspegli
svívirðilegs áróðurs, sem fæðir þá af sér frekari takmarkanir
á „frelsinu“, eins og það hugtak er skilið í Vesturevrópu. Hin
„lýðræðislega" hneykslun á atburðunum í þessum löndum, sem
Vesturveldin sviku svo hlálega í tryggðum, og nú getur að
líta í blöðum Bandaríkjanna og Englands, er ekki okkur til
eftirbreytni. Það væri miklu sæmra fyrir þessi sömu stórveldi
að láta hinar blökku þjóðir sem þau stjórna og svertingja
Bandaríkjanna njóta góðs af þessari gífurlegu lýðræðislegu
samúð. Ekki er heldur ástæða til fyrir okkur að taka undir
hneykslun þeirra á „yfirgangsstefnu" Rússa í Austurevrópu.