Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 100
100
R É T T U R
vaxtarmagni þeirra. Jafnvel þjóðgarðar vorir eru í hættu fyrir
þrálátum kröfum timburiðnaðarins, er beitir áhrifum sínum í
þjóðþinginu til þess að leyft verði að eyðileggja jafn stórkost-
leg óhöggvin skógarsvæði eins og þau, sem enn eru til í Olym-
píuþjóðgarðinum í Washington fylki.
Eyðing jarðvegs í Bandaríkjunum
Eyðing frjósamasta hluta jarðvegsins á sér stað í sívaxandi
mæli, honum er feykt og skolað til sjávar, og þetta tjón er
jafnvel ennþá erfiðara að bæta en eyðing skóganna. Meir en
einn fjórði hluti af öllu akurlendi voru hefir orðið fyrir
stórspjöllum eða beinlínis eyðzt af völdum vatnsruna, foks,
eða með einhliða ræktun sömu jurtategundar ár eftir ár.
Hope, ríkisþingmaður frá Kansas fylki, er var formaður
landbúnaðamefndar neðri deildar þing'sins á meðan Repúblik-
anar höfðu þar meiri hluta, lét svo um mælt þar í deildinni,
„að vér glötum árlega um það bil 200 000 hekturum af ræktar-
londi vegna burtrennslis og foks á jarðvegi, rangrar notkun-
ar á landi og annarra ástæðna, er hægt væri að ráða bót á.“
Hann bætti við, að mannfjölgun Bandaríkjanna væri nálægt
2 milljónir á ári, en af slíkri fjölgun leiddi það, að árlega
þyrfti að bæta 2,4 milljónum hektara við ræktaða landið, svo
að haldist gæti sama neyzla á mann og nú. Þannig minnkaði
stærð hins ræktaða lands raunverulega um 2.6 milljónir hekt-
ara á ári.*) Með siíku áframhaldi gengur fljótt til þurrðar það
ræktanlegt land, sem enn er ónotað. Þingmaðurinn komst að
þeirri niðurstöðu, „að Bandaríkin séu að nálgast það stig, að
þau geti ekki fætt og klætt íbúa sína svo vel sé.“
Á árinu 1948 hefur athyglin sérstaklega beinzt að hinni
auknu hættu, sem staíar af stórflóðum, en eins og kunnugt
er eru þau ein af þeim' beinu afleiðingum hinnar miklu gereyð-
ingar á skógim.um á upptökusvæðum fljótanna.
*) Þingtíðindi Bandaríkjanna, 1. apríl 1948, bls. 2152.