Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 45
RÉTTUR
45
Verkföll.
Eftir áramótin sögðu togaraeigendur upp samningum
við sjómannafélögin og stöðvuðu allan togaraflotann frá
10. febrúar. Var tilgangurinn að lækka mjög verulega
kjör sjómanna og rýra kjör þeirra á ýmsa lund. Þóttust
átvinnurekendur hafa ráð sjómanna í hendi sér þar sem
stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur er skipuð erindrek-
um ríkisstjórnarinnar. En þetta fór á aðra leið. Sjómenn
kusu nefnd til að starfa að samningum með félagsstjórn-
inni, einn fulltrúa fyrir hverja skipshöfn, og héldu þeir
á málum stéttar sinnar með öryggi og festu. Eftir margra
vikna verkfall var sáttatillaga borin undir atkvæði, sem
stjórn Sjómannafél. Rvíkur mælti með, en fulltrúar sjó-
manna á móti og var hún kolfelld, enda þótt sáttasemjari
hefði látið reikna út, að hún fæli í sér álitlega kauphækk-
un fyrir sjómenn. Loks eftir nær 7 vikna stöðvun flotans
var samþykkt sáttatillaga, með litlum atkvæðamun, þar
sem gengið var allmiklu lengra til móts við kröfur sjó-
manna.
Stöðvun þessara stórvirku framleiðslutækja kostaði
yfir 20 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Og útkoman
veruleg kauphækkun samkvæmt útreikningi togaraeig-
enda. Þeir útreikningar eru að visu byggðir á falsrökum
og blekking ein, en þegar árangurinn er metinn frá sjón-
armiði þeirra, sem til deilunnar stofnuðu, er þó eðlilegt að
leggja dóm útgerðarmanna sjálfra til grundvallar.
1. apríl hófst verkfall vörubifreiðastjórafélagsins
,,Þróttur“ í Reykjavík. Tildrög voru þau að síðastliðið
haust samdi Eimskipafélag Islands við umboðsmenn
Bandaríkjanna um að lækka aksturgjald á flutningi á
vörum frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar, og tók sam-
tímis að sér flutning þenna á bandarískum vörum með
eigin tækjum. Þróttur taldi þetta brot á samningi og
kærði fyrir félagsdómi, en dómur féll Eimskip í vil. Aft-
urhaldið vann stjórnarkosningarnar í Þrótti í vetur með
litlum meirihluta. Hinum íslenzku umboðsmönnum Banda-