Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 97
HÉTTUR
97
leyfa á hverjum stað. Af þeim má nefna eftirfarandi: Þar sem
landi hallar verður plægt þvert á ThaUann til þess að nýta betur
úrkomu og forðast burtrennsli gróðurmoldar; þar sem fok-
'nætta er, verður hinum ýmsu nytjajurtum sáð í samhliða
beiti, þannig að ætíð verði aðeins mjó samfelld ræma, sem er
plægt land eða ósáð; fjölærum grösum verður sáð í gil, jarð-
föll og þar sem vatnsagi er mikill; plægt verður að haustinu
eftir því sem við verður komið, þar eð ójöfnur, er við það
myndast safna fremur snjó en óplægt land, og þegar snjóinn
leysir, sígur greiðlegar niður í jarðveginn; loks verður stór-
lega aukin notkun búf járáburðar, tilbúins áburðar og „græns
áburðar“ (jurtir, sem plægðar eru niður í jarðveginn til þess
að auka magn hans af lífrænum efnum)!.
Þýðingarmesta atriðið í þessu sambandi er að upp verða
tekin ný sáðskipti, sem eru ávöxtur af starfi Dokutjef-til-
raunastöðvarinnar. Sáðskipti þessi eru sérstæð fyrir það, að
fjölærar korntegundir verða notaðar í stórum stíl, en Ráð-
stjórnarríkin hafa fært landbúnaði heimsins þessa merku
nýjung. Þessar fjölæru komtegundir, enn sem komið er:
hveiti og rúgur — framleiða ekki einasta meir en aðrar korn-
tegundir, þar eð þær bera þroskað korn tvisvar á sumri, heldur
binda rætur þeirra jarðveginn árið um kring og koma á þann
hátt í veg fyrir hinar tvær aðalhættur: fok og burtrennsli
jarðvegs. Loks munu aukin beitilönd og aukin fóðuröflun
hafa í för með sér hraðari fjölgun búpenings í landinu. í
þessu sambandi er lagt til, að sérhvert samyrkjubú reisi safn-
gryfjur við peningshúsin.
Gert er ráð fyrir, að framkvæmd þeirra nýtízku aðferða,
er hér hefur verið drepið á, verði þegar hafin á aðallandbúnað-
arsvæðunum árið 1950, og komin vel á veg á 80 000 samyrkju-
búum árið 1955. I áætluninni segir svo: ,,Nú þegar eru fyrir
hendi öll nauðsynleg skilyrði þess, að gras-sáðskipting geti
þegar hafizt. Þau munu hafa í för með sér stóraukna upp-
skeru á gjörvöllu gresjulandinu“.
6. í áætluninni er gert ráð fyrir, að ríki og samyrkjubú
geri 40 000 tjarnir og vatnsmiðlunarstöðvar. Vötn þessi á að'
7