Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 80
80
R É T T U K
1. Skapa þjóðlega ríkisstjórn hinna vinnandi stétta í
stað óþjóðlegrar svikastjórnar auðvaldsins og þjóna þess.
Verkamenn og aðrir launþegar, menntamenn, bænd-
ur og fiskimenn verða að taka höndum saman við þjóð-
leg öfl hvar, sem þau finnast, og mynda slíka ríkisstjórn
þjóðlegs viðnáms gegn ágengni kúgunarvaldsins, þjóð-
legrar sóknar til að vinna aftur það, sem þegar hefur
tapast. Uppsögn Keflavíkursamningsins er eitt af því,
sem slík stjórn myndi framkvæma, til þess Islendingar
einar tækju stjórn hans og rekstur að öllu leyti í eigin
hendur.
2. Stöðva þá stefnu efnahagslegs hruns og árása á lífs-
kjör almennings, sem einkenntí hefur stefnu núverandi
ríkisstjórnar frá því hún tók við völdum 4. febrúar 1947.
Það þurfa menn að gera sér ljóst að þessari stefnu er
framfylgt samkvæmt amerískum fyrirmælum. Sérfræð-
ingur Marshalláætlunarinnar fyrir ísland fór ekkert
dult með það að „skerða yrði lífskjör íbúa íslands all-
verulega”. (Sjá Alþbl. 5. febr. 1948 og grein mína „ísland
og Amerika” í Rétti 1947 bls. 121). Tilgangur ameríska
auðvaldsins er að brjóta ísland efnahagslega á bak aft-
ur, svifta það beztu mörkuðum sínum (Sovjétríkjunum,
Tjekkoslovakíu o. s. frv.), hindra frekari nýsköpun at-
vinnulífsins og lækka lífskjörin enn meir. Þannig á að
koma þjóðinni á húsgang, svo ameríska auðvaldið taki
hana af miskunn sinni á framfæri sitt, með vinnu við
víggirðingar o. s. frv. Samtímis á svo að lækka lífskjör-
in niður í það, sem Bandaríkjamenn telja sæma hvítri
nýlenduþjcð. Kreppan og atvinnuleysið, sem núverandi
valdhafar eru að flytja inn frá Bandaríkjunum, eiga að
verða svipan. sem dugar til að beygja íslendinga undir
nýlenduokið á ný. Tækist ameríska auðvaldinu þessi
eyðilegging á efnahag Íslands (svipuð því, er enski auð-
hringurinn Unilever eyðilagði efnahag Nýfundnalands),
þá yrði það aðeins tímaspursmál, hvenær Ameríkanar