Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 68
Einar Olgeirsson:
Þjóðsvikin 30. marz
Svik þau, sem auðmannastéttin á íslandi framdi við
bjóðina 30 marz 1949, voru ekki aðeins landráð, held-
ur og banaráð gagnvart Íslendingum. Aldrei 1 sögu lands-
ins hefur yfirstétt tekið óíslenzkari afstöðu en auðvald
Reykjavíkui gerði þá, aldrei framfylgt svo þýlynt sem
þá var gert fyrirskipunum erlends valds. Dæmin úr
frægustu átökum íslandssögunnar eru til hliðsjónar.
Þegar við lá, árið 1000, að lögunum yrði sundrað og
friðurinn í landinu rofinn sakir átakanna milli hins
forna goðavalds og kristninnar, vægir hin forna höfð-
ingjastétt til svo innbyrðis ófriði er afstýrt, klofning
þjóðarinnar í itvær fjandsamlegar fylkingar hindruð,
sjálfstæði landsins þessvegna varðveitt næstu aldir og
þeirri menningu, sem orðið hefur grundvöllur og til-
veruskilyrði íslenzku þjóðarinnar, þarmeð gefið tæki-
færi til að skapast. Höfðingjastéttin sýndi í senn ábyrgð-
artilfinningu gagnvart þjóðinni, forsjá og stéttarlega
stjórnvisku. Aðferð hennar hefur síðan verið fordæmi
þjóðlegrar lausnar á erfiðustu vandamálum lítils þjóð-
félags.
Þegar höfðingjastéttin 1262 sveik landið, bar hún
þó við efnahagslegri kúgun (banni á skipaferðum) og
reyndi að tryggja þjóðinni viss réttindi og stóð næstu
áratugi og aldir á grundvelli þeirra réttinda gagnvart
hinu erlenda valdi og ágengni þess. (Nú hjálpar auð-
mannastéttin og ríkisstjórn hennar hinu erlenda valdi
í ágengni þess, sbr. framkvæmd Keflavíkursamningsins).