Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 63
HÉTTUR
63
réttindastéttanna. Næg dæmi hérlendrar reynslu eru til
sönnunar því, hvert slíkt lýðræði leiðir.
Aldrei mun óvinsælli ríkisstjórn hafa setið á íslandi en
sú, sem nú er við völd, og gildir það ekki einungis um
skoðanalega andstæðinga, heldur og meginhluta stuðn-
ingsflokkanna. Samt situr þessi stjórn áfram eins og ekk-
ert sé um að vera. Og það sem furðulegra er: ekkert er
líklegra en sá meirihluti Alþingis, sem styður þessa stjórn,
haldi velli við næstu kosningar. Þeir kjósendur, sem and-
vígir eru sósíalisma munu með öðrum orðum telja sig til-
neydda að fleygja atkvæði sínu á þá fulltrúa, sem hafa
algerlega brugðizt trausti þeirra — og það af þeirri ein-
földu ástæðu að þessir sömu fulltrúar hafa um það afger-
andi áhrifavald í flokksstjórnunum hverjir valdir verða
til kjörs Þannig er þá hið marglofaða „vestræna lýðræði“
í framkvæmd: til þess að hindra það sem allt veltur á,
umráðarétt fólksins yfir atvinnutæki sínu, er íhlutunar-
réttur atkvæðaseðilsins gerður að blekkingu, skrípaleik,
sem á sér enga stoð í veruleikanum nema sem falsaður
áróður. Heiðarlegir borgarar eru beinlínis neyddir til að
endurkjósa þá valdhafa, sem gerzt hafa svikarar við menn-
ingarlega tilveru þjóðarinnar og mútuþegar erlends valds
— að öðrum kosti verða þeir stimplaðir sem „attaníossar
kommúnista og fimmtuherdeildarmenn“.
Það ætti ekki að þurfa að rekja það fyrir neinum verka-
manni, hver áhrif núverandi stjórnarstefna hefur haft á
lífskjör íslenzkrar alþýðu — farg hennar hlýtur að hvíla
það þungt á hverri venjulegri fjölskyldu í landinu. Árás-
irnar á afkomumöguleika fólksins inn á við hafa trúlega
haldizt í hendur við afsal þjóðréttindanna út á við. Stór-
virkustu atvinnutæki nýsköpunaráranna lágu einmitt við
landfestar á sömu stund og verið var að selja friðsamlega
framtíð hins unga lýðveldis fyrir fáeina dollara. Þrátt
fyrir lögbundna, rammfalsaða vísitölu heldur dýrtíðin