Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 83
Hernaðar- eða
hlnÉleysisstefna?
Eftir Albert Olsen, prófessor í sagnfræði
við Hafnarháskóla.
Bandalagsbrölt Hallvarðs Lange hefur að vissu leyti bundið
endi á óvissuna. Hið hlutlausa norræna varnarbandalag er úr
sögunni, og skiptir ekki máli hér, hvort nokkumtíma var hægt
að koma því á. En viðræðurnar hafa gert sitt gagn fyrir þá
sem um fram allt æskja ,,öryggis“ gegn árásum frá Ráðstjóm-
nrríkjunum. Þær hafa ekki sízt orðið til að auka á öryggis-
leysistilfinningu hjá dönsku þjóðinni og á þann hátt undirbúið
að Danmörk gangi í Atlantshafsbandalagið. Og nú er sagc
að hún geti ekki haldið hlutleysi sitt, eftir hið nýja viðhorf,
með stríði yfirvofandi. Stríðsbumburnar eru óspart barðar í
dönskum blöðum. Þau dansa stríðsdansinn í ákafa eftir banda-
rísku hljóðfalli og kippa sér ekki upp við að hætta hinum
þjóðlega og alþýðlega hringdansi. Eftir nokkra daga fara
stjórnmálamenn og -skúmar af stað. Fremstur meðal heróps-
manna verður hinn mikli höfðingi Óli Bjöm Kraft, merkisberi
sannrar danskrar stjómmálavizku og föðurlandshyggju. (Ó.
B. K. er d. íhaldsmaður, áður mikill Mússólínidýrkandi. Þýð.).
Enginn veit enn hversu margir slást í dansinn, en allmargir
hafa þegar lofað þátttöku. í sínum blinda bandalagsofsa virð-
ast þessir menn gleyma, að meginverkefni danskrar utanríkis-
stefnu hlýtur að vera að reyna af fremsta megni að halda
landinu utan við stjómmálaflækjur stórveldanna, ef menn
óska landinu friðar og sjálfstæðis. Það mun lýðum Ijóst að
Ráðstjórnarríkin munu ekki trúa alltof vel dönskum fullyrð-
ingum um varnareðli hugsanlegrar þátttöku í Atlantshafs-
bandalaginu. Og því verður ekki haldið fram að Ráðstjórnar-