Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 76
76
RÉTTUR
keypt og selt og hvað það hafði kostað. Amerísku auð-
drottnararnir voru heldur ekki að hafa fyrir að dylja
það frammi fyrir umheiminum, hvað þeir borguðu og hvað
þeir fengju fyrir peninga sína. Það var svo sem ekki
verið að hlífa hugsanlegri blygðunarsemi mútuþeganna.
3. apríl 1948 voru Marshalllögin staðfest af þingi og
forseta Bandaríkjanna. 4. júlí 1948, á þjóðhátíðardegi
Bandaríkjanna, skyldu skattlönd þeirra og væntanlegar
málaliðsþjóðir hafa undirskrifað „samninginn”. ísland
hlýddi og meðtók dollarana. Innan árs skyldu skatt-
löndin hata goldið „í fríðu”, fært ameríska auðvaldinu
sjálfstæði sitt á gulldiski, svo það auðvald mætti sjá að
ekki stæði á andvirðinu fyrir múturnar. Og til þess að
engum blandaðist hugur um sambandið milli Marshall-
mútna og Atlandshafssáttmálans, auglýsti ameríska auð-
valdið sama daginn og það sendi eftir þrem ráðherrum
frá íslandi að það léti þá fá 2Vz milljón dollara „án
endurgjalds”. Og á fyrsta degi hins nýja Marshallárs,
4. apríl 1949, var Atlandshafssamningurinn undirrit-
aður. Endurgjaldið var reitt af hendi. Þeir pólitísku
sakleysingjar, sem héldu að auðdrottinn Ameríku gæfi
Fjallkonunni fé, án þess að ætlast til endurgjalds í
staðinn, sáu nú of seint að það var æra íslands, frelsi
þess og farsæld, sem verið var að kaupa og selja.
Með obeldi því, sem amerísk leppstjórn beitti Al-
þingi og þjóðina 30 marz, var verið að fjötra Fjallkon-
una og 4. apríl að selja hana mansali í Washington.
Slíkar aðfarir viðurkennir íslenzka þjóðin aldrei
sem samning
Verkefnið, sem nú bíður vor íslendinga, er að leysa
ísland úr læðingi þeim, er það þá var lagt í, — að sjá
um að ameríska auðvaldið geti ekki sölsað undir sig
land vort, eins og það þykist hafa keypt sér rétt til
þann dag. Líf þjóðar vorrar liggur við að oss takist að
leysa þetta verkefni.