Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 55
RÉTTUR
55
sem þar er á ferð eftir því sem ég hef vit og getu til.
Hinsvegar finnst mér það vera að bera í bakkafullan
lækinn að rekja enn einu sinni öll þau óvefengjanlegu
mótrök sem fyrir liggja og túlkuð hafa verið að undan-
förnu aí hinum mesta skörungsskap af sósíalistum og
þeim öðrum sem nú halda uppi málstað íslands á örlaga-
stund. Op það hygg ég ekki ofmælt að aldrei hafi raka-
lausari, mútuþægari boðskapur verið fluttur okkar
þjóð en sá sem hernaðarsinnarnir, hin vestrænu leiguþý,
leyfa sér nú að bjóða. Jafnauðsætt er hitt, hversu ótti
þeirra við eðli Auðar Vésteinsdóttur fer dagvaxandi.
Það sér blátt áfram í iljar þeirra á flóttanum — en þó
vel að merkja: aðeins í orði. Á borði telja þeir sér eftir
sem áður sigurinn vísan.
Börkur digri, ameríska heimsvaldastefnan, hefur þegar
goldið Eyjólfi inum gráa, íslenzka stríðsgróðavaldinu,
höfuðmundinn yegna Gísla Súrssonar, íslenzkrar alþýðu,
og skal bó betur síðar. Og nú talar Eyjólfur til íslenzkrar
drenglundar og manngöfgi af alkunnum fláttskap mútu-
þrælsins hampar sjóðnum framan í þjóðerni vort og
menningu þrjátíu silfurs, þrjúhundruð silfurs, þrjú
hundruð milljónir — tölur skipta hér engu máli, þetta
er að hækka í verði og birtist nú í • mynd Marshallgjafa
og annara ..lýðræðislegra” og „mannúðlegra” hlunninda.
Þú skalt ekki við vera er vér tökum hann af lífi,
sagði Eyjólfur. Hér skal engin herskylda vera, engar
herstöðvar, engin herseta, segir íslenzka stríðsgróðavald-
ið.
Það skal og fylgja að ég skal fá þér ráðahag þann er
að öllu sé betri en þessi hefur verið, sagði Eyjólfur.
Hlutleysið er orðið úrelt og gagnslaust og öryggi voru
verður ekki borgið með öðru en hernaðarbandalagi, seg-
ir íslenzka stríðsgróðavaldið.
Máttu á það líta hversu hallkvæmt þér verður að
liggja í eyðifirði þessum og hljóta það af óhöppum