Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 35
RÉTTUR
35
mundur gerði ýmist að malda í móinn, segjast ekkert
skipta sér af pólitík eða anza honum út úr. En í raun-
inni var það þannig, að hann var smátt og smátt að átta
sig á, að ýmislegt gott væri í þessari róttæku stefnu, og
það var margt, sem skýrðist fyrir honum af því, er áð-
ur var honum torskilið. Hann hafði eiginlega ekkert
kynnzt þessari stefnu fyr en mágur hans kom til skjal-
anna. Samt gat hann ekki samsinnt öllu því, sem mág-
urinn hélt fram. En hvað sem því leið, þá var það líklega
þannig, að vinnandi menn áttu að standa saman og
kjósa frambjóðendur, sem vildu vinna að auknum ítök-
um verkafólksins í stjórn landsins. Líklega hafði hann
alltaf kosið rangt. Konan hans var ekki í neinum vafa
um, að þau hefðu gert það, og máske var það fyrst og
fremst vegna þess, að hann hafði ekki látið í ljós neina
stefnubreytingu.
Það hafði alltaf einhver af valdamönnum D-flokksins
1 þorpinu talað við hann fyrir hverjar kosningar, máske
ekki beinlínis spurt hann, hvort hann ætlaði að kjósa
með þeim, en þó talað að því. Þeir höfðu víst alltaf ver-
ið ánægðir með árangur eftirgrennsla sinna. Og í dag
hafði verkstjórinn hans orðið honum samferða heim í
miðdegisverðartímanum.
.,Nú vei’ður kosningabaráttan hörð á morgun”, sagði
hann. „Ég treysti á þig, að þú standir með okkur eins
og áður”.
Augnatillit hans var óvenjulega kumpánlegt, en um
leið spyrjandi.
Og fyr en Jónmundur vissi af, hafði hann svarað verk-
stjóra sínum játandi. Ef til vill af gömlum vana, ef til
vill af einhverju kjarkleysi eða undirlægjuhætti. En um
leið og hann hafði sleppt orðunum, sá hann eftir þeim,
og hann langaði til að gera einhverjar bragabætur á því
sem hann hafði sagt. En hann komst ekki að til þess,
því að verkstjórinn, sem var mælskumaður, var byrjaður