Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 34
34
RÉTTUR
legur til að vinna hvað sem er af því, sem hann getur
gert, því að hann hefur fullan hug á að geta séð sér og
sínum farborða. Mesta heiðarleikaskinn, sem reynir að
standa í skilum við alla — myndi sennilega njóta ein-
hvers álits, ef hann væri ekki jafn fátækur og óupplýstur
og hann er, og húskofinn hans ekki jafn óásjálegur og
raun ber vitni um. Það er margt tekið með í reikninginn
í þorpum.
En Jónmundur hefur nú samt atkvæðisrétt. Það hafa
allir í þessu þorpi nema Óli vindill (líklega af því að
hann hefut setið tvisvar í tugthúsinu) og Vitlausa-Ranka.
Kannske hefur hún samt sem áður lagalegan rétt til
að kjósa, en það er bara orðin hefð að leyfa henni ekki
þann munað. Hún er líka svo fjarskalega vitlaus — gæti
máske haft það til að éta bæði blýantinn og kjörseðilinn
eins og sagt var að einhver vitlaus kerling í Reykjavík
hefði gert.
Já, Jónmundur hafði atkvæðisrétt, enda notað hann
jafn oft og hann hafði fengið leyfi til. Fram til þessa
hafði hanr ætíð kosið D-flokkinn (Af meðfæddum klók-
indum kalla ég flokkana bókstafsheitum og bæti því
við, að það sé alls ekki víst, að bókstafirnir séu þeir
sömu og þessir ágætu flokkar notuðu við kosningarnar.
Það gæti nefnilega skeð, að ég yrði sakaður um pólitíaka
hlutdrægni af versta tagi, og það gæti aftur orðið til
þess, að ég fengi engan skáldastyrk. En ég vil endilega
fá skáldastyrk). Þetta var sá flokkur, sem veitti hon-
um atvinnu, þ. e. a. s. formælendur þessa flokks í þorp-
inu voru atvinnuveitendur hans, og lengi vel hafði Jón-
mundur ekki getað hugsað sér tilveru þorps síns, án
slíks flokks. En þetta viðhorf hans hafði smátt og smátt
breytzt, aðallega eftir að mágur hans fluttist til þorps-
ins og lánaði honum að staðaldri málgagn C-flokksins,
jafnframt sem hann reyndi með illu og góðu að berja
inn í Jónmund hinni róttæku stefnu þess flokks. Jón-