Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 61
RÉTTUR
61
eins falsa þær staðreyndir, sem varða líf og framtíð þjóð-
arinnar, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum, heldur blátt
áfram fela þær með öllu, hvenær sem á þarf að halda. Því
er. haldið fram upp í opið geðið á venjulegu fólki að það
verði að tryggja öryggi þess með því að gera það að skot-
spæni í nýju veraldarstríði. Samtímis er því sagt að land
þess eigi að verða einn þýðingarmesti hlekkurinn í her-
varnarbandalagi, en þó án herstöðva, hersetu og her-
skyldu. Svona er ekki h’ægt að tala við viti bornar mann-
eskjur, sem hafa einhvern snefil af sómatilfinningu.
Sú forráðastétt er langt leidd, sem hræðist sannleikann
öllu öðru framar. Ekkert staðfestir þetur yfirvofandi
hrun kapítalismans en hið algera niðurrif hans á sínum
eigin siðalögum. Nú er svo komið að málsvarar auðvalds-
ins eru ekki við mælandi á neinu sviði — rök þeirra eru
umhverfing staðreynda, kylfur og táragas og að síðustu
gereyðingarstyrjöld gegn sósíalismanum og hinum vinn-
andi stéttum jarðarinnar. Þetta kalla þeir „vestrænt lýð-
ræði“ og öðrum fínum öfugnöfnum og ætlast til að alþýða
heimsins gerist sinn eigin böðull og fórni lífi sínu fyrir
amerískar stríðsgróðaklíkur, gráar fyrir járnum, blóðugar
upp að öxlum, prédikandi þá höfuðlygi að þær séu að berj-
ast fyrir friði og öryggi í heiminum.
Rétt er það að vísu að mútustofnun sú, sem kennd er
við Marsjall og gaf hálfa þriðju milljón dollara fyrir inn-
limun Íslands í hernaðarkerfi kapítalismans er ætluð til
viðreisnar. en bara ekki viðreisnar alþýðunni í vestan-
verðri Evrópu eins og haldið er á lofti, heldur til viðreisn-
ar þeim fasisma, sem áður drottnaði þar undir merki
hakakrossins en nú skal rísa upp undir amerískum gunn-
fána. Það er líka rétt að hernaðarbandalag það sem kennt
er við norðanvert Atlanzhaf og hefur nú tilveru íslend-
inga að fótaskinni er varnabandalag, en bara ekki til
varnar gegn upploginni árásarhættu frá Sovétríkjunum,
heldur til varnar gegn friðsamlegri þróun sósíalismans í