Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 20
20
R É T T U R
Túlkanir og skýringar íslenzku ráðherranna á sáttmála
þessum, (sem þið munuð fá að heyra á eftir), hljóta að vera
mikið aðhlátursefni fyrir herrana í Washington. Rétt eins og
íslenzku peðin verði spurð ráða um hemaðarpólitík Banda-
ríkjanna og Bretlands að því er tekur til einnar þýðingarmestu
herstöðvar veraldar, eða þeir fái úrslitaatkvæði um fram-
kvæmd á hernaðarsáttmála stórveldanna! Ætli það verði ekki
svipað „úrslitavald" og á Keflavíkurflugvelli. Maður skyldi nú
ætla, að ráðherrarnir hefðu lagt megináherzlu á að hér yrðu
herstöðvar og her á friðartímum, hinar öflugustu vígvélar og
morðtæki í samræmi við fyrri yfirlýsingar, úr því að hættan
á rússneskri árás á að vera svo yfirvofandi, að sjálfsagt sé
að kasta hlutleysinu fyrir borð og gera íslendinga að hernaðar-
þjóð og fyrirfram ákveðnum striðsaðila í næstu styrjöld.
En nú þykjast þeir miklir af því, að hafa komið því til leiðar
í Washington, að hér verði engar vamir og við séum ekki
skyldugir til að hafa hér her og herstöðvar á friðartímum,
samkvæmt sáttmálanum. — Hér fer fram kátbroslegt sjónar-
spil, á miklum alvörutímum fyrir þjóð vora. Satt er það, að
landið verður vamarlaust. En herstöðvar á Islandi eru ekki
ætlaðar til varnar, heldur til sóknar og árásar. Enda er stað-
reyndin sú, að áður en helmingur ríkisstjómarinnar flaug
vestur, var hún þegar búin að fallast á ameríska herstöð á
friðartímum, með því að veita leyfi til stækkunar á Keflavík-
urflugvellinum, en hann á að verða ein mikilvægasta herstöð
heims, samkvæmt vitnisburði Bandaríkjamanna sjálfra. Nú
er líka vitað að í Washington urðu þeir að gefa bindandi loforð
um hernaðarlega hagnýtingu bæði Keflavíkurflugvallar og
Hvalfjarðar. — (Þetta vitum við og alveg tilgangslaust að bera
á móti því; það kemur á daginn). Enda er sáttmálinn sjálfur
skýr og ótvíræður. Samkvæmt honum ber íslendingum að her-
væðast, eins og öðrum þátttökuríkjum. Skýringar og undan-
brögð íslenzku leikbrúðanna, hafa vitaskuld ekkert gildi. —
Þeir fengu ekki einu sinni leyfi til að skrifa undir með fyrir-
vara. Ég geri ráð fyrr að Bjarni Benediktsson hafi borið upp
einhverjar óskir við Acheson, en hver bæn hafi endað með