Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 70
70
K É T T U n
lögmaður Oddsson og Brynjólfur biskup Sveinsson stóðu
þá á móti og beygðu sig aðeins fyrir ofbeldinu, þeim
sveið það verk, er þeir voru látnir vinna. — En auð-
mannastétt íslands og ráðherrar hennar 1949 voru svo
alls fjarri því að sýna á nokkurn hátt andúð sína á
verkinu, sem útlent auðvald var að láta þá fremja
að þeir gengu þvert á móti að því með fögnuði og beittu
sjálfir offorsi og ofbeldi til þess að knýja það fram.
Svo djúpt sem yfirstétt íslands og ríkisstjórn hennar
sökk 30 marz 1949 hefur engin íslenzk yfirstétt sokk-
ið fyrr. Gissur Þorvaldsson reyndi þó alllengi að svíkja
Hákon konung og tregðast við að framkvæma valdboð
hans, En ríkisstjórnin 30. marz 1949 hafði ekki einu
sinni hátt Gissurar Þorvaldssonar á, heldur leit á sjálfa
sig og hagaði sér sem Hallvarður gullskór.
Og eins er það í sambandi við dýpstu niðurlægingu
í íslenzkri sögu, Kópavogseiðana. Því fór svo fjarri að
ríkisstjórn og yfirstétt íslands sýndi 30. marz 1949 mann-
legar og þjóðlegar tilfinningar Árna lögmanns og
Brynjólfs biskups, að hún kaus sér þvert á móti hlut-
verk Henriks Bjelke og vopnaði lið gegn sjálfstæði
íslands.
Það er ef til vill eitt af áþreifanlegustu dæmum sög-
unnar um hraðvirka siðspillingu auðsins, að íslenzk
yfirstétt skuli svo blygðunarlaust hafa selt land sitt
undir erlent vald. Fátækt, áþján og forheimskun höfðu
öldum saman niðurlægt þjóð vora, en samt aldrei svo
að fulltrúar hennar mótspyrnulaust afsöluðu sér rétti
þjóðarinnar, þótt þeir möglandi beygðu sig fyrir vald-
inu. Meira að segja sjálf hin sama yfirstétt íslands og
nú framdi landráðin 30. marz 1949, hafði þó meðan hún
var fátæk neitað Hitler um flugvelli í marz 1939, og
mótmælt í orði kveðnu bresku hernámi 10. maí 1940 og
að vissu leyti nauðug samþykkt herverndarsáttmálann
við Bandaríkin 1941, — enda er þá ríkið enn undir for-