Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 53
RÉTTUR
53
síðan upp og rak sjóðinn með silfrinu á nasir Eyjólfs,
svo að blóð stökk þegar um hann allan, og mælti: „Haf
þetta fyrir auðtryggi þína og hvert ógagn með. Engin
von var þér þess að ég mundi selja bónda minn í hend-
ur illmenni þínu. Skaltu það muna meðan þú lifir, vesall
maður, að kona hefur barið þig.”
Ég vona, að þið sjáið í gegnum fingur við mig að ég
rifja hér upp þessa fornu sögu sem ég veit þið kunnið
öll eins vel og ég. En það er trúa mín að nú séu þeir
tímar í landi að við rifjum aldrei of oft upp þær sögur
íslenzkar sem við kunnum. Hafi þjóðsagan nokkru sinni
átt við okkur erindi, þá aldrei brýnna en nú. Og hafi
þessi mynd úr sögu Gísla Súrssonar nokkru sinni ver-
ið lifandi og tímabær, þá er hún það í dag.
Á þessum kynja tímum, þegar beitt er öllum hinum
kænlegustu fantabrögðum til þess að reyna að múta
sjálfri menningunni, til þess að reyna að múta sjálfu
manneðlinu, þá. sýndist mér þetta einfalda dæmi vest-
firzku útlagakonunnar eiga til okkar sérstakt erindi. Ég
fæ ekki betur séð en 1 því speglist kjarni íslenzkrar til-
veru, sú drenglund í eðli konunnar, sem fleytt hefur
kynslóðunum fram á þennan dag. Mér er til efs að víða
1 heimsbókmenntunum gefi öllu skýrari sýn inn í þá
manngöfgi, sem jafnan hefur borgið sjálfum lífsmeiðnum,
þegar í nauðir rak. Og ég trúi því að meðan slíkur eigin-
leiki kynstofnins varðveitist í brjósti hinnar fátækustu
og varnarlaosustu konu þá geti þessi þjóð ekki farizt.
Það er hamingja okkar, að dæmi Auðar Vésteinsdóttur
er ekkert einsdæmi. Þegar ég lít um öxl og virði fyrir
mér fortíðina, þá er ekki nóg með að þar úi og grúi af
öðrum svipb'kum persónum og atvikum á spjöldum hinna
skráðu heimilda, heldur vitrast mér ævinlega þúsundir
og aftur þúsundir nafnlausra kvenna, sem ekkert skáld
eða sagnaritari hefur léð töfra sína. Vitrunin liggur í
þeirri einföldu rökvísi að þær hafi hlotið að vera til —