Réttur


Réttur - 01.01.1949, Síða 53

Réttur - 01.01.1949, Síða 53
RÉTTUR 53 síðan upp og rak sjóðinn með silfrinu á nasir Eyjólfs, svo að blóð stökk þegar um hann allan, og mælti: „Haf þetta fyrir auðtryggi þína og hvert ógagn með. Engin von var þér þess að ég mundi selja bónda minn í hend- ur illmenni þínu. Skaltu það muna meðan þú lifir, vesall maður, að kona hefur barið þig.” Ég vona, að þið sjáið í gegnum fingur við mig að ég rifja hér upp þessa fornu sögu sem ég veit þið kunnið öll eins vel og ég. En það er trúa mín að nú séu þeir tímar í landi að við rifjum aldrei of oft upp þær sögur íslenzkar sem við kunnum. Hafi þjóðsagan nokkru sinni átt við okkur erindi, þá aldrei brýnna en nú. Og hafi þessi mynd úr sögu Gísla Súrssonar nokkru sinni ver- ið lifandi og tímabær, þá er hún það í dag. Á þessum kynja tímum, þegar beitt er öllum hinum kænlegustu fantabrögðum til þess að reyna að múta sjálfri menningunni, til þess að reyna að múta sjálfu manneðlinu, þá. sýndist mér þetta einfalda dæmi vest- firzku útlagakonunnar eiga til okkar sérstakt erindi. Ég fæ ekki betur séð en 1 því speglist kjarni íslenzkrar til- veru, sú drenglund í eðli konunnar, sem fleytt hefur kynslóðunum fram á þennan dag. Mér er til efs að víða 1 heimsbókmenntunum gefi öllu skýrari sýn inn í þá manngöfgi, sem jafnan hefur borgið sjálfum lífsmeiðnum, þegar í nauðir rak. Og ég trúi því að meðan slíkur eigin- leiki kynstofnins varðveitist í brjósti hinnar fátækustu og varnarlaosustu konu þá geti þessi þjóð ekki farizt. Það er hamingja okkar, að dæmi Auðar Vésteinsdóttur er ekkert einsdæmi. Þegar ég lít um öxl og virði fyrir mér fortíðina, þá er ekki nóg með að þar úi og grúi af öðrum svipb'kum persónum og atvikum á spjöldum hinna skráðu heimilda, heldur vitrast mér ævinlega þúsundir og aftur þúsundir nafnlausra kvenna, sem ekkert skáld eða sagnaritari hefur léð töfra sína. Vitrunin liggur í þeirri einföldu rökvísi að þær hafi hlotið að vera til —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.