Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 94
94
RÉTTUR
Bæði auðvaldsþjóðfélög og sósíalistísk ríki standa andspænis
þessu vandamáli og taka afstöðu til þess, hver á sinn hátt.
Hvort þjóðskipulagið er nú betur vopnum búið til þess að
ráða fram úr slíku vandamáli? Hvort myndi stjórn auðvalds-
ríkis, er ber fyrir brjósti gróða ,,einstaklingsframtaiksins“ eða
liósíalistiskri stjórn takast betur að skapa samstilltan og ein-
huga her milljónanna til þess að sigrast á hungrinu? Það er
ómaksins vert að athuga, hvernig hið fyrsta sósíalistíska þjóð-
íélag og hið eina öfluga auðvaldsþjóðfélag, sem enn er við líði,
bregðast nú við þessu viðfangsefni.
Áætlun Ráðstjórnarríkjanna
Hinn 24. október s.l. birtu öll blöð Ráðstjórnarríkjanna
stórkostlega frétt um risavaxna en þó nákvæma áætlun um
það, að binda enda á þá hættu, sem stafar af þurrkum, áætlun
um jarðveg'sverndun og aukna landbúnaðarframleiðslu á öllum
gresjusvæðum í Evrópuhluta Ráðstjórnarríkjanna. Öll þekk-
ing sovétvísindamanna, árangur tilrauna í hundruðum vísinda-
stofnana, vinnuafl og áhugi samyrkjubænda á 80 000 búum, að
viðbættu öllu því fjármagni og tekjum, sem ráðstjórnin ræður
yfir, allt þetta á að hervæða til þess að skipuleggja landbún-
að á svæði í Ráðstjómarríkjunum, sem að flatarmáli er tólf
sinnum stærra en ísland.
Fyrsti hluti áætlunarinnar er yfirlit um árangur margra ára
tilraunastarfsemi, birtur til þess að sannfæra samyrkjubændur
um það, að áætlunin sé reist á traustum grundvelli. Starfsemi
Dokutjef tilraunastöðvarinnar í hinum miklu þurrkahéruðum
við neðanverða Volgu, 600 hektara tilraunasvæði á ríkisbúinu
Risinn og tilraunir nokkurra samyrkjubúa í grend við Stalín-
grad eru teikin sem dæmi, þar sem hinar nýju aðferðir til upp-
byggingar á jarðvegi hafa verið notaðar um fleiri ára skeið,
og þar sem skjólbelti vemda akrana nú þegar. Alls staðar hefur
árangurinn orðið aukin uppskera, stórum meiri en á ökrunum
í grend, þar sem gamlar, hefðbundnar ræktunaraðferðir eru
erm notaðar. Ráðstjómin og Kommúnistaflokkurinn álykta, að