Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 62
62
RÉTTUR
heiminum Því er stefnt gegn öreigum allra landa, verka-
lýðsstéttinni hvar á jörðu sem er — það er bandalag aft-
urhaldsins gegn framvindunni, til þess stofnað að koma í
veg fyrir valdatöku alþýðunnar í fleiri þjóðlöndum en
þegar er orðið.
Það er ekki að undra þótt auðvaldið beini nú taumlausu
hatri sínu gegn binum ungu verkalýðsríkjum í austan-
verðri álfunni, og þá fyrst og fremst gegn Sovétlýðveld-
unum, sem í átökum síðustu styfjaldar sönnuðu öllu sjá-
andi mannkyni reginmátt sósíalískrar nýsköpunar og
vinna nú hljóðlega og æsingalaust að endursköpun alls
þess er varð hinni geigvænlegu tortímingu að bráð. Það
verður ekki unnt til lengdar að fela þá staðreynd fyrir
hugsandi verum, að þessi ríki, flakandi í sárum eftir
helgreipar fasismans, ganga nú veg kreppulausrar þróun-
ar við ótrúlega örar breytingar til bættra lífshátta — og
það án allra utanaðkomandi Ölmusugjafa. En á máli „vest-
ræns lýðræðis“ heitir slík þróun þrældómur og fanga-
búðir.
Fólkið í þessum alþýðuríkjum hefur öðlazt þann frum-
rétt mannsins, sem öll verkalýðsbarátta hefur ævinlega
stefnt að: valdið yfir framleiðslutækjunum. Það er þetta
undirstöðuatriði alls lýðræðis í nútímaþjóðfélagi, sem auð-
valdið berst á móti eins og blóðþyrst villidýr, enda felst
1 því útrýming þess möguleika að arðsjúga alþýðuna, ræna
hana milljörðum á milljarða ofan í skjóli alþjóðlegra
einokunarhringa og hrjá hana látlaust í blindu kvalræði
milli kreppu og styrjaldar.
Til þess að reyna að sætta vinnandi stéttir auðvaldsríkj-
anna við hið ömurlega hlutskipti sitt, er þeim látlaust tal-
in trú um að atkvæðaseðillinn — ekki atvinnptækið — sé
þungamiðja lýðræðisins, en skilyrðið fyrir hagnýtingu
hans sé að geta valið á milli sem flestra borgaralegra
stjórnmálaflokka, gerspilltra af innbyrðis togstreitu for-
: