Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 96
96
RÉTTUR
2. Til viðbótar hinum samfelldu skógarbeltum á að rækta
skjólbelti umhverfis sérhvern akur á öllu gresjulendi Evrópu-
hluta Ráðstjórnarríkjanna, en það landsvæði allt er um 120
miljónir hektara. Stærð allra þessara belta verður um 6
milljónir hektara, eða fimm hundraðshlutar alls landssvæðis-
ins. Tilraunir hafa sýnt, að hægt er að tvöfalda framleiðsl-
una með hinum nýju ræktunaraðferðum.
Framkvæmd þessarar risavöxnu áætlunar um ný skjólbelti
er falin bændum hinna 80 000 samyrkjubúa, en studd af rík-
inu. Þessi stuðningur er m. a. fólginn í fræðilegri aðstoð vís-
indamanna á sviði landbúnaðar, og eru þeir sendir í hvert
sveitarfélag. Munu þeir halda tveggja vikna námskeið með
verkstjórum þeirra vinnuflokka, er hrinda eiga þessu verai •
í framkvæmd. Allar tilraunastöðvar í landbúnaði og skógrækt
hafa fyrirskipun um að gera tilraunir með ýmsar trjátegundir
og ræktunaraðferðir, til þess að fullkomna þær aðferðir, sem
samyrkjubændur munu síðar nota yfirleitt.
Dráttarvélastöðvarnar og hinar nýstofnuðu Skógarvélastöóv-
ar eiga að annast samninga af ríkisins hálfu við hvert einstakt
samyrkjubú.
3. Um svæði með grunnum eða sendnum jarðvegi verða sett
skjólbelti til þess að hefta fok á frjósamara land. Auk skjól-
beltanna verður sáð fræi af grösum og öðrum jurLum, sem
þrífast vel' í sendnum og þurrum jarðvegi, og á þannig ao
breyta þessum eyðilöndum í beitilönd og tún. Tilraunastöðhi
í Stavaropol á að leggja til útsæði.
4. Mikill fjöldi uppeldisstöðva verður settur á stofn í hausi,
og eiga þær að framleiða milljarða trjáplantna. Enda þótt
skógrækt ríkisins eigi að leggja til meginhluta trjáplantnanna,
þá er gert ráð fyrir 8—10 þúsundum smærri uppeldisstöðva,
er verði tengdar samyrkjubúunum.
Verndun og umbætur á jarðvegi
Allar aðferðir, er vísindin ikunna til þess að auka : , 1 •
jarðveginn, verða teknar í notkun svo fljótt sem aðstæður